Þessi fyrirsögn er nokkuð einkennileg en á fullkomlega við rök að styðjast. Ein merkilegasta andlitsmeðferðin á markaðinum í dag á ættir sínar að rekja til Japans og kallast Geishu-meðferðin.
Felur hún í sér andlitsmaska sem inniheldur fuglasaur - nánar tiltekið úr næturgala - sem þykir það fínasta fínt í fuglasaursbransanum. Er þessu makað á húðina og eiga ensímin í saurnum að gera kraftaverk.
Um aldagamla aðferð er að ræða og ef einhver er í vafa hvernig hún virkar þá er gott að ímynda sér skaðann sem fuglasaur getur gert á bílalakki. Svipuð saga er að segja um Geishu-meðferðina og er talað um að hún bókstaflega bræði burt ellimerki og skili húðinni fínni en nokkurn tíma fyrr.