Felur sóríasis með brúnkukremi

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/youtube.com

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian lætur einskis ófreistað til að auglýsa sjálfa sig og sjónvarpsþáttinn sinn.

Allt er notað til að græða pening og er hennar heilsa þar engin undantekning. Í sumar fylgdust áhorfendur með því þegar Kardashian greindist með húðsjúkdóminn sóríasis. Sjúkdómurinn getur haft mikil áhrif á húðina og valdið ljótum blettum sem eru illmeðhöndlanlegir.

Kardashian hefur þó reynst mörgum sem þjást af sjúkdómnum fyrirmynd því hún lætur hann ekki stöðva sig. Birti hún á dögunum myndir af fótunum á sér ásamt leiðbeiningum um hvernig hún felur blettina.

Segist hún nota til þess brúnkusprey og að það geri kraftaverk eins og meðfylgjandi myndir sýna. Hvort læknar geti gæðavottað þessa aðferð fylgir ekki sögunni en hún lætur sjúkdóminn ekki stöðva sig, sem ætti svo sannarlega að vera öðrum sóríasissjúklingum hvatning.

mbl.is/Kim Kardashian
Hér má sá föngulega fótleggi Kim Kardashian eftir að hún …
Hér má sá föngulega fótleggi Kim Kardashian eftir að hún er búin að sprauta brúnkukremi á sig. mbl.is/Kim Kardashian
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda