Í dag er alger óþarfi að vera með persónulegan stílista. Þú hleður Stylebook niður í símann þinn og málið er dautt. En hvernig virkar þetta eiginlega? Margrét R. Jónasar skrifar um fyrirbærið í nýjasta pistlinum.
„Nú er ekkert mál að fylgjast með öllu tískutengdu í gegnum farsímann. Fjöldinn allur af skemmtilegum forritum þ.e. svo kölluð "Applications" eru fáanleg. Stylebook er forrit sem gerir notendum kleift að sortera fötin sín og halda utan um allan fataskápinn. Stylebook heldur ekki einungis utan um fataskápinn og fötin. Forrritið býður einnig upp á dagatal þar sem er hægt að fylgjast með hvenær og hvar fatnaðurinn var notaður. Síðast en ekki síst er hægt að bæta inn myndum af því sem veitir manni innblástur t.d. af netinu eða úr tískutímaritum sjá hér.
Hver kannast ekki við að eiga þó nokkuð af fatnaði sem er einhverja hluta vegna er aldrei í notkun. Sumir fara einfaldlega bara alltaf í sama fatnaðin aftur og aftur því hann er bara þarna til taks. Hver á ekki fatnað sem er t.d. aftast í fataskápnum eða lengst ofan í skúffu. Eiga ekki allir eina fallega flík sem var keypt en passar aldrei með neinu?
Þá er það bara að taka frá eitt kvöld. Hella smá rauðvíni í glas, kveikja á kerti og smella myndum af fötunum. Ok, getur verið dálítið leiðinlegt kvöld, en það er hægt að hugsa þetta þannig að allt sem verður ekki notað fer í stóran svartan poka og keyrt í rauðakrossinn daginn eftir. Þannig maður lætur gott af sér leiða.
Einhverjir hljóta að verða fegnir eftir á þ.e. að þurfa ekki að eyða einhverjum mínútum fyrir framan fataskápinn á morgnanna og spá og spögulera hvað þeir geta farið í. Stylebook geymir myndirnar af fötunum þínum og kemur með tillögu að samsetningu þannig þú getur ávallt nýtt öll fötin þín, skóna þína og verið hrikalega vel sett saman. Snilld.“
HÉR er hægt að lesa pistla Margrétar.