Nærbuxur með fylltum rassi fljúga út

Pippa og Harry í konunglega brúðkaupinu.
Pippa og Harry í konunglega brúðkaupinu. mbl.isl/DailyMail

Síðan yngri Middleton-systirin, Pippa, sló í gegn í brúðkaupi hinnar eldri og afturendi hennar vakti ógleymanlega athygli hafa „nærbuxur með púðum“ flogið úr hillum verslana. 

Nærbuxurnar eru hannaðar til þess að ýkja línur kvenna á viðeigandi stöðum, buxurnar gefa afturendanum ákveðna lyftingu sem hingað til hefur aðallega verið vinsæl fyrir brjóst. 

Seljendur buxnanna vilja meina að salan á þeim hafi aukist eftir að Middleton-systirin sló í gegn í konunglega brúðkaupinu.  Að sögn framleiðenda bæta buxurnar, „the Invisible Shaping Bum Boosters“,  allt að 5 cm við afturendann sjálfan og 15° breyting verður á lögun hans.  

Ákveðin þrenging að framan í buxunum gerir það að verkum að maginn virkar flatari og ósýnilegir saumar koma í veg fyrir að útlínur þeirra sjáist í gegnum buxur eða pils.  

Buxurnar kosta tæpar 4.000 kr. stykkið og í Debenhams í Bretlandi voru þetta mest seldu nærbuxurnar í síðustu viku. Talsmaður búðarinnar segir að Pippa hafi  „sett fordæmi um það hvernig fullkominn afturendi eigi að vera.“ 

Pippa sló í gegn í brúðkaupi systur sinnar.
Pippa sló í gegn í brúðkaupi systur sinnar. POOL
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda