Sokkabuxur sem fela björgunarhringinn

Body Touch frá Dim faðma mittið og búa ekki til …
Body Touch frá Dim faðma mittið og búa ekki til björgunarhring.

Það er fátt eins pirrandi og sokkabuxur sem rúllast niður í mittinu og ýta húðinni upp með þeim afleiðingum að björgunarhringur myndast. Það vill örugglega engin kona þurfa að upplifa það. En hvað er til ráða?

Jú, sleppa sokkabuxunum, fara í gammósíur eða ullarsokkabuxur með lítilli teygju. Einar bestu sokkabuxurnar með þessum eiginleika eru Body Touch frá franska sokkabuxnamerkinu DIM. Þær eru með góðri teygju sem faðmar mittið án þess að rúlla sokkabuxunum niður.

Sokkabuxurnar eru mjúkar og sterkar og koma í svörtu og dökkgráu. Þær, sem eru á leið í jólagleði um helgina, ættu að hafa Body Touch í huga. Ef þú ert í gráum kjól er smart að fara í gráar sokkabuxur við og kannski gráa skó en auðvitað eru þessar svörtu alltaf klassískar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda