Jurtastofa Sólheima fær lífræna vottun frá Túni

Varasalvi frá Jurtastofu Sólheima fékk lífræna vottun frá Túni á …
Varasalvi frá Jurtastofu Sólheima fékk lífræna vottun frá Túni á dögunum.

Jurtastofa Sólheima hefur unnið mikið þróunarstarf á þessu ári til þess að koma lífrænt vottuðum snyrtivörum á markað. Jurtastofan sótti um vottun frá Vottunarstofunni Túni og er því takmarki nú loksins náð.

Sala á varasalva er þegar hafin á almennum markaði og er komin heimild til að merkja hann með Túnsmerkinu. Auk þess er framleiðsla hafin á smyrslum, sjampóum, kremum, nuddolíum, handsápu og baðsöltum fyrir verslunina Völu á Sólheimum. Þessar vörur verða settar á almennan markað um leið og gengið verður frá vottun á hverri vörutegund.

Framundan er að skila inn umsóknum fyrir vottun á þeim plöntum sem vaxa í landi Sólheima og eru nýttar í snyrtivöruframleiðsluna. Ennfremur verða nýttar lífrænt vottaðar jurtir í snyrtivörurnar sem eru ræktaðar í Garðyrkjustöðinni Sunnu og Skógræktarstöðinni Ölri á Sólheimum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda