Hulunni svipt af „fótósjopp“

Hér má sjá hvernig forritið virkar.
Hér má sjá hvernig forritið virkar.

Sú óraunverulega mynd sem dregin er upp af fyrirsætum og frægu fólki á ljósmyndum tískublaða og tímarita hefur mikið verið til umræðu á opinberum vettvangi. Heilbrigðisyfirvöld og aðilar sem láta sig málið varða hafa varað stórlega við því hvernig undratólið „fótósjopp“ er notað  til að fegra útlitið; afmá hrukkur, mjókka mitti, fjarlæga appelsínuhúð. Nú hafa bandarískir tölvunarfræðingar þróað forrit sem sviptir hulunni af „fótosjopp“ og gerir kleift að greina allar lagfæringar sem gerðar hafa verið á ljósmyndum og sýna þær fyrir og eftir.

Mikið hefur verið fjallað um óraunverulega ímynd tískufyrirsæta og þau röngu skilaboð sem tískuiðnaðurinn sendir neytendum, með hjálp „fótósjopp“. Áhrifin eru að margra áliti sögð mjög skaðleg og talin ýta undir átröskunarsjúkdóma, einkum á meðal ungra stúlkna, að því er kemur fram í The Daily Mail.

Höfundar tölvuforritsins telja að það þjóni ekki aðeins neytendum heldur einnig auglýsendum og útgefendum að birta með ljósmyndum upplýsingar um hvaða stafrænu breytingar hafa verið gerðar á þeim. Þannig sjáist svart á hvítu hve margar myndir séu fjarri raunveruleikanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda