Lærðu að farða þig eins og Ragnhildur Steinunn

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir förðuð með Pure línunni frá Make Up …
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir förðuð með Pure línunni frá Make Up Store.

Margrét R. Jónasardóttir farðaði sjónvarpskonuna Ragnhildi Steinunni upp úr jólalínunni frá Make Up Store. Jólalínan kallast „Pure“ og er eins og nafnið gefur til kynna í mildum litum og hefur sparilegt yfirbragð. Í línunni eru töluvert um sanseringu og fíngert glimmer.

„Frosted Shine augnskugginn og Coral Lace kinnaliturinn eru sanseraðir. Myth augnskugginn er glitrandi og Muchon naglalakkið er glitrandi. Mér datt í hug að fá Ragnhildi Steinunni sem fyrirsætu á jólakvöldinu þar sem mér fannst hún alveg smellpassa við ímyndina sem ég hafði hugsað mér. Geislandi jákvæð með fágað og frísklegt yfirbragð. Þannig sé ég Ragnhildi fyrir mér og þannig er stemmningin í „Pure“ línunni,“ segir Margrét.

Léttur, rakagefandi farði er borinn yfir andlitið og Reflex Cover hyljari settur undir augun. Stardust í kremlit er dúppað létt á augnlok og kinnbein til að fá ljóma. Lausu steinefnapúðri er dustað létt yfir andlitið með stórum mjúkum bursta. 

Augnabrúnirnar eru formaðar með Taupe augnblýanti en hann er æðislegur fyrir ljóshærðar– ljósbrúnhærðar því hann er „neutral“ ekki gulur né rauðtóna. Hann hentar einnig til að ramma inn augun  og ná fram náttúrulegu útliti dagsdaglega.

Myth augnskugginn er borinn á yfir allt augnlokið. Síðan er Saga og Boheme skugganum blandað saman og borið á augnbeinið. Gott er að nota stóran mjúkan bursta. Frosted Shineer er settur undir augnabrúnir sem „highlight“. Einnig er flott að dúppa honum í miðju varanna til að lýsa. Gel Eyelinerer settur inn á milli augnháranna til að þétta augnháralínuna. Augun eru síðan römmuð inn með Seduced by the Darkaugnblýanti. Það er mjög fallegt að setja Strictaugnskuggaduft yfir miðju augnlokanna til að fá smá glitrandi sanseringu.

Dramamaskari sem inniheldur fíber þræði er greitt vel inn á milli rótarinnar á augnahárunum. Síðan eru tvær umferðir af Max Lashesmaskara bornar á augnhárin. Þetta ýkir augnhárin mikið. Ef augnhárin eiga að vera umfangsmikil þá er um að gera að bæta við stökum augnhárum. 8mm þykkja og 10-13mm lengja. Fallegt er að setja gultóna blýant inn í vatnsröndina á auganu eins og vanilla. Það stækkar augun og gefur ljóma.

Andlitið er skyggt með Beam sólarpúðri undir kinnbein, við gagnauga, undir höku og niður á háls. Síðan er Coral Lacekinnalitur settur fremst í kinnarnar.

Á efri vörina er settur ljós sanseraður varablýantur Knitted Pinkog á þá neðri dekkri tónn Fairytale Dreamtil að mynda skugga. Varaglossinn Daisyer síðan borinn yfir allar varirnar.

Margrét R. Jónasardóttir farðar Ragnhildi Steinunni.
Margrét R. Jónasardóttir farðar Ragnhildi Steinunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda