Fitnessdrottningin Alexandra Sif Nikulásdóttir ætlar að halda pósunámskeið. Námskeiðið er þó ekki fyrir þá sem vilja vera flottir í Laugardalslauginni heldur fyrir þá sem hyggjast keppa í fitness og módel-fitness. Hún segir að námskeiðið sé aðeins fyrir þá sem hyggjast keppa í faginu. Sjálf hefur hún verið að gera góða hluti í faginu og hefur bæði keppt hérlendis og erlendis.
Alexandra Sif Nikulásdóttir var í einu af efstu tíu sætum í hinni virtu Arnold Schwarzenegger fitnesskeppni í Bandaríkjunum nýverið.
Í mars tók Fólkið á mbl.is Alexöndur tali eða eftir að hún keppti í Arnold Schwarzenegger fitnesskeppninni.
Aðspurð hvort hún hefði reynt að hnykla eins marga vöðva og hún gæti uppi á sviðinu svaraði Alexandra: „Ekki í þessum flokki. Þá ertu meira að reyna að sýna hversu heit og flott þú ert.“
Alexandra útskýrði áfram: „Það má ekki vera of mikill skurður í þessum flokki og úti snýst þetta mikið um kvenlegan vöxt en samt vöðvastæltan.“
Á námskeiðinu fer Alexandra yfir pósur, stöður og T-göngu. Auk þess mun hún fara yfir sviðsframkomu, keppnisklæðnað og skó, keppnislit, hár og förðun.
„Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa framkomuna flotta og læra að pósa rétt. Góð framkoma sýnir kostina og felur gallana,“ segir Alexandra. HÉR er hægt að fá nánari upplýsingar.