Fjallakofinn styður Ferðafélag Íslands

Úlpa frá Marmot.
Úlpa frá Marmot.

Stjórnendur Fjallakofans og Ferðafélag Íslands gerðu á dögunum samstarfssamning til næstu þriggja ára. Skv. samningnum mun Fjallakofinn styðja við starf FÍ meðal annars með því að leggja til búnað til ferðalaga. Fjallakofinn mun t.d. útvega fararstjórum Marmot-útivistarfatnað sem og veita félagsmönnum FÍ veglegan afslátt af öllum vörum í Fjallakofanum og bjóða þátttakendum í ferðum félagsins vildarkjör.

Halldór Hreinsson, framkvæmdastjóri Fjallakofans, er mjög ánægður með samninginn sem nú hefur verið gerður: „Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að styðja við lýðheilsustarf Ferðafélagsins,“ segir Halldór. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segist sömuleiðis ánægður með þennan samning sem er til þriggja ára – en ýmsar hugmyndir eru um enn frekari útfærslu samstarfsins.

Vesti frá Marmot.
Vesti frá Marmot.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda