Breska fyrirsætan Kate Moss þarf líklega ekki á því að halda að virka mjórri en hún er. Þessi kjóll gerir ekkert annað en að blekkja augað. Hann er svartur í grunninn en í hliðunum og við axlir er annað efnið, sem er húðlitað. Þegar húðlitað mætir svörtu virkar kroppurinn mun grennri en ef kjóllinn hefði verið alveg einlitur.
Fyrrnefndur kjóll prýðir haust- og vetrarlínu Stellu McCartney. Kate Moss mætti í kjólnum í boð til McCartney sem hún hélt í Lundúnum í vikunni. Moss var ekki sú eina sem mætti í kjólnum því önnur fyrirsæta, Yasmin Le Bon, var í alveg eins, bara skósíðum. HÉR má sjá myndir af fleiri kjólum.