Kjólarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem fram fór í nótt, voru hver öðrum flottari. Þessar þóttu þó skara fram úr þegar kom að klæðavali.
Leikkonan Gwyneth Paltrow mætti í ljósum síðkjól frá Tom Ford. Kjóllinn var með skásniðnu hálsmáli og skósíður. Yfir kjólinn var hún í ákaflega vel sniðinni slá frá sama hönnuði. Jennifer Lopez klæddist ljósum glanskjól á Óskarnum frá Zuhair Murad. Ítalska tískuhúsið Gucci sá um kjól Cameron Diaz sem klæddi hana afbragðsvel. Angelina Jolie skar sig úr í kolsvörtum flauelskjól. Kjóllinn var mikill um sig og til þess að keyra upp kynþokkann náði hún ávallt að skjóta hægri fótleggnum út úr kjólnum.