Stíliseraði fyrir Vogue

Þetta er myndin sem endaði i ítalska Vogue.
Þetta er myndin sem endaði i ítalska Vogue. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Tískubloggarinn Sara Hlín Hilmarsdóttir fékk það verkefni að stílisera tískuþátt fyrir ítalska Vogue. Kári Sverrisson tók myndirnar og Margrét Sæmundsdóttir sá um hár og förðun. Sara Hlín segir að þetta sé mjög gott tækifæri en hún bloggar á síðunni style-party.blogspot.com. Út á bloggsíðu sína hefur hún fengið fjölmörg verkefni erlendis.

„Kári hafði samband við mig og bauð mér að vera með í þessu verkefni. Við tókum tvo myndaþætti og það birtist ein mynd úr öðrum þættinum á vef ítalska Vogue. Kári var með fyrirfram hugmyndir um hvernig myndaþættirnir ættu að vera og svo útfærðum við þetta í sameiningu. Við vildum hafa myndaþáttinn svolítið dökkan og blanda „high-fashion“ inn í hann. Við notuðum vintage-föt og erum mjög sátt við útkomuna,“ segir Sara Hlín.

Sara Hlín var að klára fyrsta árið í sálfræði við Háskólann á Akureyri en með náminu hefur hún fengið mörg verkefni út á tískubloggið.

„Ég ætla mér stóra hluti, það gengur mjög vel hjá mér og hef fengið flott tækifæri út á þetta. Í fyrra hafði breskt fyrirtæki hafði samband við mig og bað mig um að vera ljósmyndari fyrir sig. Verkefnið fólst í því að fara niður í miðbæ Reykjavíkur með myndavél og taka myndir af götutískunni. Auk þess hef ég verið í sambandi við tvær erlendar netverslanir og tekið myndir fyrir þær,“ segir Sara Hlín. HÉR er myndin sem rataði á vef ítalska Vogue. 

Þessi mynd er úr sama myndaþætti.
Þessi mynd er úr sama myndaþætti. Ljósmynd/Kári Sverrisson
Sara Hlín Hilmarsdóttir tískubloggari.
Sara Hlín Hilmarsdóttir tískubloggari. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda