Þóra fékk Gyðju-skó

Sigrún Lilja Guðjónsdóttir færir Þóru Arnórsdóttur skó.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir færir Þóru Arnórsdóttur skó. Ljósmynd/Kári Sverrisson

Sigrún Lilja Guðjóns­dótt­ir, hönnuður og fram­kvæmda­stjóri Gyðju Col­lecti­on, færði Þóru Arn­órs­dótt­ur fyrsta skóp­arið í nýrri línu í Elliðaár­daln­um á sunnu­dag­inn. Auk þess gaf hún Þóru nýtt veski úr lín­unni. Skóp­arið sem Þóra fékk að gjöf heit­ir Freyja og er það úr ís­lensku lax­aroði sem er sútað á um­hverf­i­s­væn­an hátt.

„Þóra Arn­órs­dótt­ir er mér mik­il fyr­ir­mynd og ég dá­ist að dugnaði henn­ar og hug­rekki. Ég tel það afar mik­il­vægt fyr­ir ung­ar kon­ur að geta horft upp til kvenna sem eru óhrædd­ar við að sam­eina frama og einka­líf með því að gefa kost á sér í ábyrgðar­stöður í sam­fé­lag­inu á barneign­ar­aldri. Það var því al­veg til­valið að færa Þóru, sem er óhrædd við að ryðja braut­ir fyr­ir kom­andi kyn­slóðir kvenna, fyrsta skóp­arið úr nýju línu Gyðju,“ seg­ir Sigrún Lilja.

Sigrún Lilja seg­ir að haustlín­an frá Gyðju sé stærsta lín­an henn­ar frá upp­hafi. „Ég not­ast mikið við ís­lenskt roð í fylgi­hlut­ina frá Gyðju en all­ir skórn­ir eru úr ekta leðri og roði að inn­an sem utan. Fiskleður er bæði sterkt og meðfæri­legt og hef­ur frá nátt­úr­unn­ar hendi ein­staka eig­in­leika og er unnið í Sjáv­ar­leðri á Sauðár­króki. Ein­göngu er not­ast við um­hverf­i­s­væna og nátt­úru­lega orku þegar roðið er sútað og því er þetta einnig vist­vænt hrá­efni sem er mjög mik­ill kost­ur. Fram­leiðslan á fylgi­hlut­un­um okk­ar fer fram í Tyrklandi og eru all­ar vör­urn­ar hand­unn­ar og eru gæðin því höfð í fyr­ir­rúmi þegar hver ein­asti skór er bú­inn til. Tösk­urn­ar, belt­in og skórn­ir eru svo skreytt með hinum ein­stöku Sw­ar­voski-kristöll­um,“ seg­ir Sigrún Lilja.

Þóra Arnórsdóttir og félagar í Elliðárdalnum.
Þóra Arn­órs­dótt­ir og fé­lag­ar í Elliðár­daln­um. Ljós­mynd/​Kári Sverris­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda