Skemmtilegra hjá þeim „ljótu“

Fegurð er ekki ávísun á skemmtilegheit.
Fegurð er ekki ávísun á skemmtilegheit. LEON NEAL

Fegurð og þokki helst ekki í hendur við það að vera skemmtilegur. Í nýjasta hefti Psychologial Science birtust niðurstöður rannsóknar sem klingja ef til vill bjöllum hjá einhverjum. Vísindamenn rannsóknarinnar komust að því að fallega fólkið er það mikið upptekið af því hvernig það kemur út og að hegða sér í sómasamlega - í stíl við óaðfinnanlegt útlit - að það verður ósjálfrátt leiðinlegra að mati þeirra sem eru í kringum það.

Þá hefur fallegt fólk oft minna umburðarlyndi og fer sjaldan ótroðnar slóðir. Franska séntilmennið, leikarinn og söngvarinn Serge Gainsbourg sagði eitt sinn frá því í viðtali að hann leitaði alltaf uppi „ljótu stúlkurnar“ í partíum og sagði það vera vegna þess að samtalið yrði þá pottþétt skemmtilegra.

Breski greinahöfundurinn og rithöfundurinn Stephen Bayley reifar þessar niðurstöður í grein í The Telegraph og segist hafa skilaboð til Kate Moss: „Þrælar fegurðarinnar eru þrælar hvers einasta augnabliks. Kate Moss, hlustaðu á mig. Eftir 25 ár muntu líta fáránleg út.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda