Yngdist um 10 ár á tveimur mánuðum

Karen fyrir (t.v.) og eftir (t.h.) átakið. Öll ferskari.
Karen fyrir (t.v.) og eftir (t.h.) átakið. Öll ferskari. Skjáskot/ Daily Mail.

Hver hefur ekki upplifað að líta í spegil um áramót og hugsa með sér eitt augnablik: „Hvað gerðist eiginlega?“ Maður veltir fyrir sér hvar dagar lífs manns hafa lit sínum glatað og hvað sé hægt að gera í málinu.

Breska konan Karen Cross ákvað að taka málin í eigin hendur undir lok árs 2012. Þessi venjulega 42 ára gamla blaðakona hafði um skeið látið útlitið reka á reiðanum og vaknaði upp við vondan draum þegar hún skoðaði 10 ára gamla mynd af sér. Ákvað hún að mál væri að linnti og tími til kominn að ráðast í þokkalegan björgunarpakka einu sinni. Hún gaf sér tvo mánuði til að bæta úr útlitinu með nokkrum aðgerðum - sem ýmist þurfti aðstoð lækna við eða ekki. Og árangurinn lét ekki á sér standa.

Björgunaráætlun Karenar var eftirfarandi:

1. Húðumhirðan tekin í gegn
Passa skal að hreinsa húðina vel kvölds og morgna, bera á andlitsvatn og góð krem. Þetta korter sem þetta tekur aukalega af deginum er og verður þess virði, þótt þurfi að beita sig hörðu. Karen hóf einnig að taka ýmiskonar bætiefni í hylkjaformi sem fást í apótekum og hjálpa eiga til við að stuðla að heilbrigðari húð.

2. Leysir gegn æðasliti í andliti
Auðvelt er að leita til húðsjúkdómalækna til að láta laga æðaslit í andliti. Þennan valmöguleika nýtti Karen sér og sá ekki eftir.

3. Bótox og húðslípun
Bótox jafnast víða á við bannyrði og vei þeim sem nýtir sér þann djöful...“ hafði Karen ávallt hugsað. Hún lét tilleiðast í átakinu og lét fríska upp á enni, kinnar og kjálkalínuna, til að slaka á vöðvunum þar. Segir hún vel hægt að nýta sér þennan fegrunarmöguleika og það án þess að tapa stjórn á andlitinu. Þá skellti hún sér einnig í húðslípun sem jafnað getur litaraft og gert kraftaverk fyrir áferð húðar sem farið er að sjá á. „Maður er e.t.v. ekki álitlegur fyrstu dagana eftir meðferðina en það er fljótt að jafna sig.“

4. Varafylling
Án þess að hafa nokkurn áhuga á að taka sér Andrésínu til fyrirmyndar eða glamúrfyrirsætuna bresku, Jordan, hafði Karen hug á að endurheimta ört hverfandi varir sínar. Leitaði hún til lækna til að bæta úr á hófsaman máta og var afar ánægð með útkomuna.

5. Tannhvíttun
Algengt er orðið að fólk verði sér úti um skinnur og tannhvíttunarefni hjá tannlæknum eða fái tennur hvíttaðar hjá þeim beint. Getur þetta gert kraftaverk fyrir margt brosið sem farið er að láta á sjá, eins og Karen komst að raun um. Ávallt skal mælt með að leita til viðurkenndra tannlækna til að nálgast slík efni, fremur en að taka séns og panta eitthvað misviturlegt á netinu.

6. Djúpnæring, klipping og litun
Maður skyldi aldrei vanmeta hversu mikið góð klipping og litun geta gert fyrir mann. Ekki síst ef passað er að fara reglulega í djúpnæringu til að gæða slappt og líflaust hár nýjum ljóma. Sjóður Karenar gaf einnig svigrúm fyrir augnháralengingar sem hún bætti við. Er farið að bjóða upp á slíkar á öllum betri snyrtistofum hér á landi, sé áhugi fyrir hendi.

Tveimur mánuðum eftir að átakið hófst var allt annað að sjá Karen og að eigin sögn líður henni mun betur. „Ég er kannski ekki 10 árum yngri en í það minnsta líkist ég aftur þessari hlæjandi ungu konu og á myndinni forðum,“ segir hún og hlakkaði til að taka á móti árinu 2013.

Hægt er að lesa nánar um átak Karenar á vef Daily Mail hér.

Smá botox frískaði upp á varir Karenar.
Smá botox frískaði upp á varir Karenar. Skjáskot/ Daily Mail.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda