Þótt þú sért með fulla vasa af peningum og hafir efni á öllum heimsins stílistum er ekki þar með sagt að þú getir mætt á Óskarinn og verið flottust.
Það sem skiptir öllu máli þegar kjóllinn fyrir rauða dregilinn er valinn er að hann sé klæðskerasniðinn á þig og dragi fram það besta í þínu fari. Liturinn þarf að vera réttur, síddin og öll smáatriði þurfa að vera í lagi. Allavega ef þú ætlar ekki að láta skrifa um þig í frétt eins og þessari ...
Meira að segja Heidi Klum blessuð náði að misstíga sig og gerist það ekki oft. Hún mætti í gullkjól sem var dónalega fleginn með kjánalegum smáatriðum. Ef hún hefði til dæmis nauðsynlega þurft að hnerra hefði önnur geirvartan hæglega getað poppað út úr kjólnum.