20 vinsælustu fegrunarráðin

Konur gera ótrúlegustu hluti í von um að líta betur …
Konur gera ótrúlegustu hluti í von um að líta betur út mbl.is/AFP

Konur eru tilbúnar til að prófa ótrúlegustu hluti, allt í nafni fegurðarinnar. Þetta er niðurstaða könnunar sem húðsérfræðingar Simple húðvaranna gerðu á yfir 2,000 konum. Þetta eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir en könnunin leiddi í ljós hvaða 50 fegrunarráð eru vinsælust meðal breskra kvenna.

„Þessi áhugaverði listi inniheldur nokkur vinsælustu fegrunarráð kvenna. Sumar konur vilja alltaf kaupa nýjustu vörurnar á meðan aðrar vilja halda sig við gömlu góðu húsráðin og nýta það sem þær eiga heima,“ sögðu húðsérfræðingar Simple sem gerðu könnunina.

Hér koma nokkur fegurðarráð af vinsældalista breskra kvenna.

1. Setja agúrkur á augun til að fríska þau við

2. Drekka tvo lítra af vatni á hverjum degi

3. Bera tannkrem á bólur

4. Setja kalda og blauta tepoka á þreytt augu

5. Greiða talkúm púður í feitt hár

6. Bera þykkt lag af kremi á fæturna fyrir svefninn og sofa í sokkum

7. Klípa í kinnar til að fá náttúrulegan lit í þær

8. Raka leggina með hárnæringu í staðin fyrir raksápu

9. Úða sítrónusafa í hárið til að lýsa það

10. Geyma naglalakkið í ískápnum til að auka endinguna

11. Bursta tennurnar með matarsóda til að hvítta þær

12. Bera vaselín á augabrúnirnar til að halda þeim snyrtilegum

13. Úða ilmvatni í hárburstann

14. Setja kaldar teskeiðar á augun til að draga úr þrota

15. Nota hunang sem andlitsmaska

16. Nota silkikoddaver til að minnka líkurnar á hrukkum

17. Setja þeytt egg í hárið til að draga fram glans

18. Nudda klaka í andlitið til að losna við ör og bólur

19. Bera graskers- eða kókosolíu í hárið fyrir raka

20. Nota kaffikvörn sem líkamsskrúbb

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda