Ekkert nema aðhaldsföt á rauða dreglinum

Stílisti Naomi Watts velur á hana réttu undirfötin
Stílisti Naomi Watts velur á hana réttu undirfötin mbl.is/AFP

Aðhalds­föt virðast vera aðal­málið í Hollywood en stílisti Na­omi Watts seg­ir hana aldrei stíga á rauða dreg­il­inn án þess að vera í réttu und­ir­föt­un­um.

Hollywood-stílist­inn Je­an­ann Williams seg­ist ekki hleypa stjörn­un­um á stóra viðburði án þess að þær klæðist góðum aðhaldsund­ir­föt­um.  „Und­ir­föt eins og Spanx sem slétta úr mag­an­um og lyfta rass­in­um eru mik­il­væg, svo nota ég alltaf síli­kon­púða í brjósta­hald­ar­ann,“ seg­ir Williams sem kann greini­lega vel til verka en hún er einn vin­sæl­asti stílist­inn í Hollywood.

Williams læt­ur sníða öll föt á kúnna sína. „Það verður að sérsauma föt­in utan á stjörn­urn­ar þannig að allt passi full­kom­lega. Stund­um þarf ég líka að hækka kúnna mína um nokkra sentí­metra, eins og þegar ég er með Na­omi Watts þá þarf ég að hækka hana um 10 sentí­metra svo að hún líti sem best út,“ seg­ist stjörnustílist­inn.

Williams seg­ir Watts vera hrifna af lát­lausu út­liti. „Þegar kjól­inn er áber­andi þá nota ég skart­gripi í lág­marki, maður á aldrei að of­gera hlut­un­um.“

Naomi Watts lítur alltaf vel út á rauða dreglinum
Na­omi Watts lít­ur alltaf vel út á rauða dregl­in­um mbl.is/​AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda