Aðhaldsföt virðast vera aðalmálið í Hollywood en stílisti Naomi Watts segir hana aldrei stíga á rauða dregilinn án þess að vera í réttu undirfötunum.
Hollywood-stílistinn Jeanann Williams segist ekki hleypa stjörnunum á stóra viðburði án þess að þær klæðist góðum aðhaldsundirfötum. „Undirföt eins og Spanx sem slétta úr maganum og lyfta rassinum eru mikilvæg, svo nota ég alltaf sílikonpúða í brjóstahaldarann,“ segir Williams sem kann greinilega vel til verka en hún er einn vinsælasti stílistinn í Hollywood.
Williams lætur sníða öll föt á kúnna sína. „Það verður að sérsauma fötin utan á stjörnurnar þannig að allt passi fullkomlega. Stundum þarf ég líka að hækka kúnna mína um nokkra sentímetra, eins og þegar ég er með Naomi Watts þá þarf ég að hækka hana um 10 sentímetra svo að hún líti sem best út,“ segist stjörnustílistinn.
Williams segir Watts vera hrifna af látlausu útliti. „Þegar kjólinn er áberandi þá nota ég skartgripi í lágmarki, maður á aldrei að ofgera hlutunum.“