Talaði meira um tísku en pólitík

Margaret Thatcher hafði mikinn áhuga á tísku og útliti
Margaret Thatcher hafði mikinn áhuga á tísku og útliti mbl.is/AFP

Margaret Thatcher var hrifin af góðum undirfötum að sögn ævisöguritara hennar, Charles Moore.

Moore fékk ótakmarkaðan aðgang að Thatcher, fjölskyldu hennar, skjölum og persónulegum bréfum til þess að skrifa ævisögu hennar, Margaret Thatcher - The Authorised Biography - Volume One: Not For Turning,

Þrátt fyrir að Thatcher hafi verið tískufyrirmynd á ákveðinn hátt  kemur það sumum á óvart hversu mikinn áhuga hún virðist hafa haft á tísku. Þessi áhugi kemur glögglega fram í bréfum sem Thatcher skrifaði til systur sinnar frá 14 ára aldri þangað til hún var 40 ára. Í bréfunum sagði hún systur sinni m.a. frá fötum sem hún keypti og klæddist og stundum skissaði hún jafnvel upp myndir í bréfin. Í bréfunum mátti þá sjá að Thatcher hafði gaman af því að kaupa sér lúxus undirföt, jafnvel í bleikum lit.

„Hún talar meira um föt og tísku í þessum bréfum heldur en pólitík, en þær höfðu greinilega mikil áhrif á hvor aðra,“ segir Moore.

Thatcher trúði því að falleg föt hefðu haft mikil áhrif á velgengni hennar í pólitík að sögn Moore. „Hún sá fataskápinn sinn sem einskonar brynju sem hún notaði til að berjast gegn jakkafataklæddum karlmönnum. Hún var alltaf óaðfinnanleg til fara,“ sagði Moore.

Thatcher varð heilluð af fallegum fötum snemma á ævinni en móðir hennar var saumakona og kenndi henni að sauma og hanna. Það er greinilegt að Thatcher leyndi á sér og útlitið hefur skipt hana miklu máli.

Margaret Thatcher var alltaf glæsileg í klæðaburði
Margaret Thatcher var alltaf glæsileg í klæðaburði mbl.is/AFP
Margaret Thatcher
Margaret Thatcher mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda