Sannleikurinn á bak við „fyrir og eftir“ myndir

Mynd 1. Andrew Dixon tók „fyrir og eftir“ myndir af …
Mynd 1. Andrew Dixon tók „fyrir og eftir“ myndir af sér með klukkutíma millibili. huffingtonpost.com

Öll höf­um við séð „fyr­ir og eft­ir“ mynd­ir sem sýna glæst­an megr­un­ar­ár­ang­ur fólks. Þess­ar mynd­ir geta veitt fólki inn­blást­ur en oft­ar en ekki eru þess­ar mynd­ir birt­ar til að aug­lýsa ein­hvern megr­un­ar­kúr.

Á heimasíðu Huff­ingt­on Post má lesa frá­bær­an pist­il eft­ir einkaþjálf­ar­ann Andrew Dixon. Dixon hef­ur verið einkaþjálf­ari í 11 ár og veit hvað ligg­ur að baki þessa „fyr­ir og eft­ir“ mynda.

„Ástæðan fyr­ir að megr­un­ar­kúr­ar ná vin­sæld­um er af því að þeir eru aug­lýst­ir og markaðsett­ir vel og oft fylgja „fyr­ir og eft­ir“ mynd­ir sem sýna ótrú­leg­an ár­ang­ur fólks. Auðvitað er til fólk sem nær raun­veru­lega góðum ár­angri en við verðum að muna að það er auðvelt að lag­færa mynd­efnið með mynd­vinnslu­for­rit­um, lýs­ingu, stell­ingu, brúnkuúða, sjón­ar­horni og fleiru,“ seg­ir Dixon.

„Að mínu mati gefa þess­ar mynd­ir fólki falsk­ar von­ir um áhrif megr­un­ar­kúra. Langvar­andi ár­ang­ur næst með ára­langri sam­kvæmni, mik­illi vinnu og áhuga. Árang­ur sem næst á nokkr­um dög­um er oft­ast tíma­bund­inn og það ætt­um við að hafa í huga þegar við skoðum þess­ar ár­ang­urs­mynd­ir.“

Dixon ákvað að taka „fyr­ir og eft­ir“ mynd­ir af sér til að sanna mál sitt- hann lét aðeins klukku­stund líða á milli mynda. Á báðum mynd­un­um er hann 83 kíló og 16% fita (mynd 1).

„Mér fannst ég ákaf­lega þrút­inn einn morg­un­inn og bað því kær­ustu mína um að smella af mér einni „fyr­ir“ mynd. Ég fór svo og rakaði af mér hárið, skeggið og bringu­hár­in og und­ir­bjó mig und­ir „eft­ir“ mynd­ina. Ég gerði nokkr­ar arm­beygj­ur og upphíf­ing­ar. Ég breytti lýs­ing­unni og sogaði inn mag­ann og spennti alla vöðvana. Við vor­um kom­in með „eft­ir“ mynd­ina!“

Eins og sjá má á mynd­un­um náði Dixon góðum “ár­angri“. Nokkr­um vik­um seinna tók hann aðra myndaseríu á inn­an við klukku­stund (mynd 2).

„Ekki reyna að líta út eins og ein­hver sem þú sérð á ár­ang­ur­mynd. Fáðu inn­blást­ur en ekki verða fyr­ir von­brigðum þegar þú nærð ekki þeim ár­angri sem mynd­irn­ar sýna,“ seg­ir Dixon sem tel­ur að fólk sé of upp­tekið af út­lit­inu. „Ekki eyða orku í að reyna að kepp­ast við alla aðra. Þetta eru bara sjón­hverf­ing­ar.“

Mynd 2. Myndasería sem sýnir breytinguna sem átti sér stað …
Mynd 2. Myndasería sem sýn­ir breyt­ing­una sem átti sér stað á klukku­stund. huff­ingt­on­post.com
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda