Sannleikurinn á bak við „fyrir og eftir“ myndir

Mynd 1. Andrew Dixon tók „fyrir og eftir“ myndir af …
Mynd 1. Andrew Dixon tók „fyrir og eftir“ myndir af sér með klukkutíma millibili. huffingtonpost.com

Öll höfum við séð „fyrir og eftir“ myndir sem sýna glæstan megrunarárangur fólks. Þessar myndir geta veitt fólki innblástur en oftar en ekki eru þessar myndir birtar til að auglýsa einhvern megrunarkúr.

Á heimasíðu Huffington Post má lesa frábæran pistil eftir einkaþjálfarann Andrew Dixon. Dixon hefur verið einkaþjálfari í 11 ár og veit hvað liggur að baki þessa „fyrir og eftir“ mynda.

„Ástæðan fyrir að megrunarkúrar ná vinsældum er af því að þeir eru auglýstir og markaðsettir vel og oft fylgja „fyrir og eftir“ myndir sem sýna ótrúlegan árangur fólks. Auðvitað er til fólk sem nær raunverulega góðum árangri en við verðum að muna að það er auðvelt að lagfæra myndefnið með myndvinnsluforritum, lýsingu, stellingu, brúnkuúða, sjónarhorni og fleiru,“ segir Dixon.

„Að mínu mati gefa þessar myndir fólki falskar vonir um áhrif megrunarkúra. Langvarandi árangur næst með áralangri samkvæmni, mikilli vinnu og áhuga. Árangur sem næst á nokkrum dögum er oftast tímabundinn og það ættum við að hafa í huga þegar við skoðum þessar árangursmyndir.“

Dixon ákvað að taka „fyrir og eftir“ myndir af sér til að sanna mál sitt- hann lét aðeins klukkustund líða á milli mynda. Á báðum myndunum er hann 83 kíló og 16% fita (mynd 1).

„Mér fannst ég ákaflega þrútinn einn morguninn og bað því kærustu mína um að smella af mér einni „fyrir“ mynd. Ég fór svo og rakaði af mér hárið, skeggið og bringuhárin og undirbjó mig undir „eftir“ myndina. Ég gerði nokkrar armbeygjur og upphífingar. Ég breytti lýsingunni og sogaði inn magann og spennti alla vöðvana. Við vorum komin með „eftir“ myndina!“

Eins og sjá má á myndunum náði Dixon góðum “árangri“. Nokkrum vikum seinna tók hann aðra myndaseríu á innan við klukkustund (mynd 2).

„Ekki reyna að líta út eins og einhver sem þú sérð á árangurmynd. Fáðu innblástur en ekki verða fyrir vonbrigðum þegar þú nærð ekki þeim árangri sem myndirnar sýna,“ segir Dixon sem telur að fólk sé of upptekið af útlitinu. „Ekki eyða orku í að reyna að keppast við alla aðra. Þetta eru bara sjónhverfingar.“

Mynd 2. Myndasería sem sýnir breytinguna sem átti sér stað …
Mynd 2. Myndasería sem sýnir breytinguna sem átti sér stað á klukkustund. huffingtonpost.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda