Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone, og Jón Gerald Sullenberger forstjóri Kosts segja báðir að þeir hefðu aldrei mætt á fund Bandaríkjaforseta í ósamstæðum skóm. Sko aldrei.
„Í mínum huga hefði ég aldrei mætt í ósamstæðum skóm, aldrei,“ segir Ómar sem sjálfur vekur allsstaðar athygli fyrir töff klæðaburð og veit vel hvað virkar og hvað ekki. Hann var meira að segja töff þegar hann stökk út úr flugvél til að kynna 4g net Vodafone.
„Það er bara tvennt í stöðunni. Versla töff íþróttaskó við jakkafötin, sem er alveg hægt að púlla, eða mæta með umbúðir utan um veika fótinn og vera með hækju - fá alla athyglina.“
Ekki blanda saman stílum
Jón Gerald Sullenberger eigandi Kosts, þekkir Bandaríkin vel eftir að hafa búið þar svo árum skipti. Eftir smá umhugsun sagði Jón að trúlega hefði hann gert það sama og Sigmundur, nema mætt bara í íþróttaskónum. Ekkert verið að blanda saman stílum.
„Obama er svo kasjúal maður. Hann er maður fólksins og hann hefði ekkert kippt sér upp við það þótt einhver hefði komið og hitt hann í íþróttaskóm.“
Aðspurður hvort hann hefði mætt með hækjur segir Jón að slíkt hefði aldrei gengið. Leyniþjónustan hefði aldrei heimilað það. „Það skiptir engu máli hvað þú heitir eða hverra manna þú ert. Þú hefðir aldrei fengið að hitta Bandaríkjaforseta með hækjur.“