Ertu í réttri stærð?

Brjóstahaldari.
Brjóstahaldari.

Vissir þú að vænlegast er að  kaupa brjóstahaldara passa á mann í ysta gat og með sem lengstum hlýrum?

Eftir að hafa rætt við Svandísi Friðleifsdóttur í Lífstykkjabúðinni verða brjóstahaldarar keyptir með öðru hugafari en áður. „Þegar þú kaupir brjóstahaldara  eiga þeir að passa á mann í ysta gati og eiga að vera með sem lengstum hlýrum. Þar af leiðandi þegar  teygjan fer að slakna þá þrengir maður brjóstahaldarann og fer í næsta gat,“ segir Svandís. 

Mjög algengt er að íslenskar konur séu einnig í of stórum brjóstahöldurum utan um sig en í of litlum skálum. Bandið á bakinu á að ná þvert yfir bakið en ekki upp á mið herðablöð eins og stundum gerist.

„Konur eiga líka alltaf að kaupa þvengi í stærri númerum en þær eru vanar að nota í buxum. Sem dæmi þá áttu að fá þér þveng í stærð 42 ef þú notar buxnastærð 40,“ segir hún. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda