Hefur þú áhyggjur af því að þú sért að eldast? Margar konur hafa þessar áhyggjur og eru vondu fréttirnar þær að við getum ekki komið í veg fyrir þetta. En við getum hinsvegar tileinkað okkur ákveðnar aðferðir og lært að elska hvert ár. Á vefnum Mindbodygreen koma mörg góð ráð.
Byrjaðu að hugsa um það sem þú setur ofan í þig. Það skiptir ekki máli hversu mikinn farða þú notar eða hvaða krem þú notar þú verður að byrja á því að hugsa um það sem þú borðar. Þegar þú borðar ávexti og grænmeti í allskyns litum þá lítur þú betur út og þú munt hafa meiri orku.
Drekktu nóg af vatni. Vatnsdrykkja hefur mjög góð áhrif á húðina og þú munt líklega ekki ofþorna.
Gleymdu því að vera fullkomin. Enginn er það. Ekki bera þig saman við aðra eða hugsa hvað öðrum finnst um þig. Vertu bara ánægð með þig eins og þú ert. Aldur er bara tala.
Einbeittu þér að því að finna æfingu sem þú elskar. Þegar þú finnur æfingu sem hentar þér og þér finnst skemmtileg ertu líklegri til að gera hana. Það skiptir ekki máli hversu gömul þú ert, ef þú hreyfir þig þá lítur þú betur út. Prufaðu nokkrar æfingar þar til þú finnur æfingu sem hentar þér. Það eru til svo margar skemmtilegar æfingar. Hlustaðu á líkama þinn og hvað þér finnst þægilegt. Ef þú getur ekki skokkað gerðu þá eitthvað annað.
Ekki vanmeta mikilvægi þess að sofa vel. Þú veist að þú þarft að borða hollan mat og hreyfa þig en góður nætursvefn er mikilvægur í heilbrigðu líferni. Miðaðu að því að ná allavega sjö klukkustundum á hverri nóttu. Góður nætursvefn getur komið í veg fyrir aukakíló, streitu og þú ert með meiri orku út daginn. Það getur verið gott ráð að sofa ekki með of mikið af raftækjum í svefnherberginu.
Taktu eftir því sem þér líkar við þig. Jafnvel konur um fertugt horfa á sig í speglinum og taka bara eftir göllum sínum eða eru gangteknar af því að vera ekki ennþá 20 ára. Þú þarft að lita á þér hárið af því að gráu hárin eru orðin of mörg og hrukkurnar í kringum augun eru fleiri en hvað með að einblína á það sem er jákvætt og fallegt við þig. Horfðu á sjálfa þig í spegli með jákvæðu hugarfari og endurtaktu í huganum fallegar hugsanir um sjálfa þig og reyndu að gera það að ávana.
Ef að konur töluðu meira um það að eldast þá gæti verið að þeim færi að líða betur með það.