Roðinn í kinnunum og ferskt andlit unglingsáranna er kannski liðin tíð en niðurstöður nýrrar könnunar leiða í ljós að konum finnst þær vera fallegastar er þær eru 29 ára gamlar.
Þrátt fyrir að meirihlutinn sé ekki með hrukkur á þessum aldri og konurnar ekki farnar að finna fyrir áhrifum þess að vera miðaldra, sögðu konurnar að sjálfsöryggi væri helsta ástæða þess að þeim fyndist þær vera fallegastar á þessum aldri. Konunum fannst það sem gerði þær fallegar vera að þær væru ástfangnar á þessum tíma eða í traustu sambandi.
Áhugavert var að sjá að konurnar voru öruggari með sig án farða, eða 17 prósent er þær voru 29 ára gamlar, en með farða.
Könnunin var gerð af snyrtivörufyrirtækinu St. Ives skoðaði einnig hvernig öryggi kvennanna jókst og minnkaði eftir vikudögum.
Á föstudögum fannst konunum þær vera fallegastar, en einn þriðji kvennanna sagði að þeim fyndist þær fallegastar klukkan 10 á föstudagsmorgnum samkvæmt heimildum Daily Mail.
Meira en einn fjórði kvennanna sagði að sér liði best á þessum tíma þar sem þær hefðu sofið vel, á meðan ein af hverjum átta konum sagði að henni fyndist hún vera fersk í andlitinu og full af orku á þessum tíma.
Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að góður nætursvefn væri lykillinn að fegurð, en tvær af hverjum þremur sögðu að þeim fyndist þær ekki fallegar þegar þær væru þreyttar.
Næstum helmingur kvennanna vildi meina að stress og álag gerði þær óaðlaðandi en 29 prósent kvennanna viðurkenndu að það að vera í kringum aðrar aðlaðandi konur gerði þær óánægðari með sig.
Könnunin leiddi einnig í ljós að konum fyndist þær náttúrulega fallegastar á brúðkaupsdaginn, í fríum og þegar þær væru óléttar.
Einni af hverjum átta konum fannst hún glóa eftir að hafa stundað kynlíf en þrem prósentum kvennanna fannst þær vera mest aðlaðandi í vinnunni.
Þær sögðu einnig að hrós frá vini eða öðrum konum gerði mikið fyrir sjálfstraustið og meira ef hrósið kæmi frá karlmanni.