Finnst þær fallegastar 29 ára gamlar

Fyrirsætan Karolina Kurkova er 29 ára gömul.
Fyrirsætan Karolina Kurkova er 29 ára gömul. LUCAS JACKSON

Roðinn í kinn­un­um og ferskt and­lit unglings­ár­anna er kannski liðin tíð en niður­stöður nýrr­ar könn­un­ar leiða í ljós að kon­um finnst þær vera fal­leg­ast­ar er þær eru 29 ára gaml­ar.

Þrátt fyr­ir að meiri­hlut­inn sé ekki með hrukk­ur á þess­um aldri og kon­urn­ar ekki farn­ar að finna fyr­ir áhrif­um þess að vera miðaldra, sögðu kon­urn­ar að sjálfs­ör­yggi væri helsta ástæða þess að þeim fynd­ist þær vera fal­leg­ast­ar á þess­um aldri. Kon­un­um fannst það sem gerði þær fal­leg­ar vera að þær væru ást­fangn­ar á þess­um tíma eða í traustu sam­bandi.

Áhuga­vert var að sjá að kon­urn­ar voru ör­ugg­ari með sig án farða, eða 17 pró­sent er þær voru 29 ára gaml­ar, en með farða.

Könn­un­in var gerð af snyrti­vöru­fyr­ir­tæk­inu St. Ives skoðaði einnig hvernig ör­yggi kvenn­anna jókst og minnkaði eft­ir viku­dög­um.

Á föstu­dög­um fannst kon­un­um þær vera fal­leg­ast­ar, en einn þriðji kvenn­anna sagði að þeim fynd­ist þær fal­leg­ast­ar klukk­an 10 á föstu­dags­morgn­um sam­kvæmt heim­ild­um Daily Mail.

Meira en einn fjórði kvenn­anna sagði að sér liði best á þess­um tíma þar sem þær hefðu sofið vel, á meðan ein af hverj­um átta kon­um sagði að henni fynd­ist hún vera fersk í and­lit­inu og full af orku á þess­um tíma.

Niður­stöðurn­ar leiddu einnig í ljós að góður næt­ur­svefn væri lyk­ill­inn að feg­urð, en tvær af hverj­um þrem­ur sögðu að þeim fynd­ist þær ekki fal­leg­ar þegar þær væru þreytt­ar.

Næst­um helm­ing­ur kvenn­anna vildi meina að stress og álag gerði þær óaðlaðandi en 29 pró­sent kvenn­anna viður­kenndu að það að vera í kring­um aðrar aðlaðandi kon­ur gerði þær óánægðari með sig.

Könn­un­in leiddi einnig í ljós að kon­um fynd­ist þær nátt­úru­lega fal­leg­ast­ar á brúðkaups­dag­inn, í frí­um og þegar þær væru ólétt­ar.

Einni af hverj­um átta kon­um fannst hún glóa eft­ir að hafa stundað kyn­líf en þrem pró­sent­um kvenn­anna fannst þær vera mest aðlaðandi í vinn­unni.

Þær sögðu einnig að hrós frá vini eða öðrum kon­um gerði mikið fyr­ir sjálfs­traustið og meira ef hrósið kæmi frá karl­manni. 

Söngkonan Katy Perry er 29 ára gömul.
Söng­kon­an Katy Perry er 29 ára göm­ul. MIGU­EL MED­INA
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda