Tvö fullkomin andlit voru búin til úr séreinkennum glamúr leikkvenna, söngkvenna og fyrirsæta sem sýna muninn á því hvernig karlar og konur skilgreina fegurð.
Í könnun sem snéri að fegurð voru karlar og konur beðin að búa til hið fullkomna andlit með því að nota andlitsdrætti fegurstu kvenna heims er kemur fram í Daily Mail.
Niðurstöður könnunarinnar leiddi í ljós að karlmenn vilja helst ljóshærðar konur með þykkar varir, áberandi kinnbein en lítið nef, ekki of áberandi enni og þunnar frekar en þykkar augabrúnir.
Konum finnst ímynd fegurðar liggja í svörtu hári, kröftugu nefi, fallegu enni, áberandi augabrúnum og smágerðari andlitsbyggingu.
Karlmönnunum fannst ljóst hár söngkonunnar Shakiru, lítið nef fyrirsætunnar Miröndu Kerr, enni leikkonunnar Jennifer Aniston, augabrúnir hertogaynjunnar af Cambridge, Kate Middleton og kinnbein leikkonunnar Angelinu Joli, auk vara hennar vera fallegustu séreinkenni kvenna í heiminum.
Konur völdu hins vegar svart hár leikkonunnar og fyrirsætunnar Freidu Pinto, kinnbein leikkonunnar Keiru Knightley, stórar augabrúnir fyrirsætunnar Cöru Delevingne, kröftugt nef leikkonunnar Blake Lively og varir leikkonunnar Scarlett Johansson.
Fjölmiðlafulltrúi vefsíðunnar Escentual sem hélt úti könnuninni sagði að það væri merkilegt hvað kynin hefðu ólíkar hugmyndir um fegurð. „Þessar tvær myndir sýna ólíkar hugmyndir kynjanna um fegurð kvenna. Svo virðist sem karlmenn séu enn þeirrar skoðunar að ljóshærðar konur skemmti sér betur og völdu hár kólumbísku söngkonunnar Shakiru á meðan konurnar voru hrifnari af framandi útliti með því að kjósa hrokkið svart hár Freidu Pinto.
„Það er einnig áhugavert að andlitin eru samblanda af konum á mismunandi aldri. Angelina Jolie er 38 ára gömul en karlmönnum þótti hún vera með fallegustu kinnbeinin og varirnar á meðan Cara Delevingne sem er 21 árs þótti vera með fallegustu augabrúnirnar að mati kvennanna. Karlmönnum þótti einnig hár söngkonunnar Shakiru sem er 36 ára gömul vera fallegast og karlmönnum fannst hin 44 ára gamla Jennifer Aniston vera með fegursta ennið. Samkvæmt niðurstöðunum eru kynin með áberandi ólíkar skoðanir þegar kemur að því hvað þykir fallegt, mögulega eru karlmenn raunverulega frá Mars og konur frá Venus," sagði fjölmiðlafulltrúi Escentual.