Kjötstykki eða fyrirsætur?

Fyrirsætur Irisar van Herpen voru í lofttæmdum umbúðum á tískupallinum.
Fyrirsætur Irisar van Herpen voru í lofttæmdum umbúðum á tískupallinum. mbl.is/AFP

Tískuvikurnar í New York, París, Lundúnum og Mílanó eru fullar af óvæntum, furðulegum og skemmtilegum uppákomum.

Til þess að tryggja að tískuvikan í París endaði með hvelli sýndi fatahönnuðurinn hollenski, Iris van Harpen, nýja línu sem óhætt er að segja að hafi vakið mikið umtal.

Á meðan Karl Lagerfeld sendi fyrirsæturnar á tískupallinn sem hann breytti í stórmarkað er Iris van Herpen mögulega að stela senunni þessa tískuvikuna.

Fatahönnuðurinn á sér marga aðdáendur, og er stórstjarnan Lady Gaga meðal annars ein af þeim sem hrífast af hönnun Irisar van Herpen.

Á tískusýningunni sendi Iris van Herpen fyrirsæturnar á tískupallinn í risastórum lofttæmdum umbúðum, þannig að fyrirsæturnar litu meira út eins og kjöt í kæliborði en fyrirsætur.

Það er óhætt að segja að tískuspekúlantar voru ekkert sérstaklega hrifnir af þessari uppsetningu og eflaust hefur þetta ekki verið þægilegt fyrir fyrirsæturnar sem gátu ekki hreyft sig í umbúðunum, samkvæmt heimildum Daily Mail.

Kliður myndaðist á fremsta bekk þar sem margir spurðu sjálfa sig hvernig fyrirsæturnar gætu andað og hvort að þetta væri ekki mjög óþægilegt fyrir fyrirsæturnar.

Það getur ekki hafa verið þægilegt fyrir fyrirsæturnar að vera …
Það getur ekki hafa verið þægilegt fyrir fyrirsæturnar að vera í þessum umbúðum. mbl.is/AFP
Kjötstykki eða fyrirsætur?
Kjötstykki eða fyrirsætur? mbl.is/AFP
Frá tískusýningu Irisar van Herpen.
Frá tískusýningu Irisar van Herpen. mbl.is/AFP
Frá tískusýningu Irisar van Herpen.
Frá tískusýningu Irisar van Herpen. mbl.is/AFP
Frá tískusýningu Irisar van Herpen.
Frá tískusýningu Irisar van Herpen. mbl.is/AFP
Frá tískusýningu Irisar van Herpen.
Frá tískusýningu Irisar van Herpen. mbl.is/AFP
Frá tískusýningu Irisar van Herpen.
Frá tískusýningu Irisar van Herpen. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda