Plástur sem eykur sjálfstraustið

Konurnar settu á sig plástur sem átti að láta þeim …
Konurnar settu á sig plástur sem átti að láta þeim líða betur í eigin skinni. Ljósmynd/Dove

Ef þú gætir keypt töfraplástur sem ætti að hafa þau áhrif að þér liði betur með líkama þinn, myndir þú gera það?

Í nýrri herferð fyrir Dove-snyrtivöruframleiðandann, var sálfræðingurinn og líkamsímyndar sérfræðingurinn Ann Kearney-Cooke fengin til að hanna byltingarkennda vöru sem átti að bæta sjálfsálit kvenna og hvernig þær litu á líkama sinn. Konurnar fengu plástra sem áttu að bæta líkamsímynd þeirra. Þær voru síðan beðnar að halda dagbók í myndbandaformi í tvær vikur og segja frá líðan sinni. Hver einasta kona sem tók þátt í rannsókninni og gekk með plásturinn á handleggnum vildi meina að henni liði betur í eigin skinni. Ein af konunum sem tóku þátt sagði til dæmis að hún væri opnari fyrir því að nálgast karlmenn, önnur sagði að verslunarferðirnar væru ekki eins leiðinlegar, og einn þátttakandinn sagðist hafa gengið stolt um í fatnaði sem sýndi bera handleggi – eitthvað sem hún hafði ekki gert áður en hún fékk plásturinn.

Í lok myndbandsins segir Kearney-Cooke hverri konu að plásturinn hafi aðeins verið gervilyf, og að þessar viðhorfsbreytingar séu hugræns eðlis.

„Ég bjóst alveg við því að það væri eitthvað,“ sagði þátttakandinn Brihtney í gegnum tárin og bætti við: „Að sjá að það er ekkert á bak við plásturinn er algjört brjálæði.“

Fréttaveitan Huffington Post hafði samband við almannatengla Dove og spurði hvort um leikkonur væri að ræða í myndbandinu. „Þessar konur eru ekki leikkonur. Dove var með prufur fyrir þar sem aðeins var sagt að um ótilgreinda heimildarmynd væri að ræða. Doktor Kearney-Cooke útskýrði út á hvað tilraunin gekk fyrir þessum konum og var konunum boðið að ganga með plástur sem var sagður vera hannaður til að láta þeim líða betur.“

Þrátt fyrir að tilraunin með „fegurðarplástrinum“ sé framkvæmd með góðum ásetningi, er erfitt að horfa á myndbandið án þess að efast. Betra væri fyrir Dove að láta konum líða vel með sig án þess að ráðskast með þær fyrst.

Markaðsherferðin hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að ráðskast með konurnar og að meginmarkmiðið sé ekki að upphefja konur heldur frekar að sýna konum fram á að Dove viti betur. 

Meðfylgjandi er myndbandið frá Dove. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda