Skiptir kjólfötunum út fyrir Pollapönk-galla

Guðmundur Óli Gunnarsson.
Guðmundur Óli Gunnarsson.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands flytur pönk í fyrsta sinn á á 20 ára ferli sínum. Tónleikarnir fara fram í Hofi á sumardaginn fyrsta og verða Evróvisjónfararnir í Pollapönki með í för. Það er að mörgu að hyggja við undirbúning tónleikana framundan, meðal annars þarf að tryggja að hljómsveitarstjórinn Guðmundur Óli Gunnarsson sé rétt klæddur. Hann mun bregða út af vananum og í stað hefðbundinna kjólfata mun hann að sjálfsögðu klæðast Henson-galla að hætti Pollapönksmanna.

„Þessi galli er stórkostlegur. Ég hef aldrei verið jafn frjáls á tónleikum. Þetta gæti jafnvel orðið að einkennisklæðnaði framtíðarinnar,“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson alsæll með nýja gallann.

„Það var frábært að sjá að hann valdi fjólubláan, því það er mikill sigurvegaralitur,“ segir Heiðar í Pollapönki þegar hann sá Guðmund Óla í gallanum. Fjólublár er einmitt litur Óttars Proppé í Pollapönk en hann er eins og alþjóð veit kominn í úrslit í Útsvari ásamt því að vera að fara með Pollapönki til Kaupmannahafanar í Eurovision næsta sunnudag.

„Það verður allt annað að hafa manninn rétt klæddan,“ sagði Halli í Pollapönki.

Tónleikarnir byrja kl. 16.00. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda