Kann að gera súpergóð kaup í New York

Tobba í mjög fallegum Ralph Lauren kjól sem hún keypti …
Tobba í mjög fallegum Ralph Lauren kjól sem hún keypti fyrir slikk í New York.

„Það er hægt að gera ótrúlega góð kaup ef maður leggur smá vinnu í að kynna sér afsláttarkerfið og outlettin,“ segir Tobba Marinósdóttir sem hyggst kenna áhugasömum að kaupa merkjavöru í New York í nóvember. Tobba verður farastjóri í verslunar- og gourmet-ferð með Icelandair en hún segist kaupa allar jólagjafirnar á fjórum dögum og eiga í staðinn stresslausan desember. „Ég hef keypt allar jólagjafir í Bandaríkjunum síðastliðin ár. Kalla, kærastanum mínum, fannst þetta fremur undarleg iðja til að byrja með en hann kvartar ekki í dag þegar allar gjafirnar eru innpakkaðar og tilbúnar í nóvember. Eina vandamálið er að muna að skrifa niður hver fær hvað og merkja pakkana vel, ég hef stundum verið búin að steingleyma hvað er í sumum pökkunum og oftar en ekki „slysast“ til að gefa Kalla gjafirnar fyrir jól af spenningi.“

Calvin Klein og Ralph Lauren á spottprís!

„Það þekkist ekki að koma með útprentaða afsláttarmiða í verslanir á Íslandi og því leið mér hálf kjánalega í byrjun með fullt veski af útprentuðum afsláttarmiðum. Þegar ég sá hversu sjálfsagt þetta þykir úti og þvílíka fjármuni er hægt að spara varð ég eiginlega alveg sjúk í að borga aldrei fullt verð! Það er ekki óalgengt að fá 20-60% afslátt ef þú ert með afsláttarkerfið á hreinu.“

Tobba segist vera búin að mastera kerfið í dag og geri þetta mjög skipulega. „Kort af outlettinu, mappa með afsláttarmiðum í stafsrófsröð, panta á hótelið þær vörur sem ég þarf ekki að skoða, vatnsflaska í töskuna, hliðarveski sem aldrei þarf að leggja frá sér, þægilegir skór, innkaupalisti, og góður veitingastaður í nágrenninu er meðal þess sem ég er alltaf með á hreinu.

Mínir uppáhaldskjólar og veski frá Ralph Lauren og Calvin Klein koma allir úr slíkum ferðum. Ég hef yfirleitt ekki verið að borga meira en 3.000-15.000 kr fyrir kjólinn.“

Bakaríð úr Sex and the city

„Fyrir utan að kenna fólki á afsláttarkerfin og fara með það í outlet í New Jersey mun ég leiða fólk í gegnum New York með bragðlaukana að vopni. Ég fann til dæmis æðislegan ostabar þar í síðustu ferð, besta steikarsalat í heimi og auðvitað bollakökubakaríið sem þær stöllur í Sex and The City versluðu alltaf í, í þáttunum. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af bollakökum en grét smá ofan í mjólkurfernuna mína þegar ég bragðaði á dögunum Red Velvet bollaköku í hinu margfræga Magnolia bakaríi!“

HÉR er hægt að skoða ferðina nánar.

Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson unnusti hennar á uppáhaldsostabarnum.
Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson unnusti hennar á uppáhaldsostabarnum.
Svona lítur kjóllinn út á herðatré.
Svona lítur kjóllinn út á herðatré.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda