Haltu húðinni góðri

Ljósmynd/Pixabay

Það sem þú borðar og drekkur vanalega hefur mikil áhrif á ástand húðarinnar. Krem og snyrtivörur sem snúa að húðinni geta hjálpað lítillega til en ef þú átt við alvarleg húðvandamál að stríða er mataræði mikilvægt.

Ef þú færð oft bólur eða húðin virðist þreytt eru eftirfarandi ráð góð fyrir þig til að sporna gegn bólgum og styrkja húðina.

1. Borðaðu sem minnstan sykur. Það hefur verið sýnt og sannað að sykurát tengist bólum er rannóknir sýna að fólk sem borðar minni sykur fær ekki eins mikið af bólum og heldur olíuframleiðslu húðarinnar í jafnvægi. Einnig er mikilvægt að borða lítið af sykri ef þú ert að reyna að léttast.

2. Taktu mjólkurvörur út úr mataræðinu. Rannsóknir sýna hugsanleg tengsl á milli neyslu á mjólkurvörum og bólumyndun. Fáðu þér gerjaðar mjólkurvörur eins og jógúrt og kotasælu.

3. Borðaðu mat sem er fullur a sinki. Sink er mjög mikilvægt fyrir heilsuna og vellíðan og sérstaklega mikilvægt fyrir heilbrigða húð. Sink er að finna í kjöti, sesamfræjum, graskersfræjum, kjúklingabaunum og linsubaunum.

4. Borðaðu mikið af mat sem inniheldur A-vítamín. A-vítamín er gott fyrir frumumyndun og hefur áhrif á heilbrigði húðarinnar. Í A-vítamínum er mikið af andoxunarefnum og er það bólgueyðandi og hjálpar til að halda húðinni í góðu jafnvægi. Betakarótín er það A-vítamín sem oft má finna í ávöxtum og grænmeti. Einnig er mikið af A-vítamíni í kjöti. Veldu rauða, appelsínugula og gula ávexti og grænmeti en þeir eiga það til að vera hvað ríkastir af A-vítamíni.

5. Hugaðu að góðu bakteríunum í meltingarveginum. Meltingarvegurinn þarf góðar bakteríur og næringu til að heilsa okkar geti haldist góð. Góðar bakteríur eru mikilvægar í meltingarveginum en þær eru einnig nauðsynlegar fyrir heilbrigða húð. Borðaðu mat eins og jógúrt, súrsað kál og kotasælu til að halda góðu bakteríunum við í meltingarveginum. Einnig er gott að borða chia fræ, hörfræ og hafra. Vertu einnig viss um að fá nægan svefn og slakaðu á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda