Breytti um lífsstíl og hægði á öldrun húðarinnar

Skjáskot af heimasíðu Kellyann Petrucci.
Skjáskot af heimasíðu Kellyann Petrucci. www.drkellyann.com/

Það er ekki nóg að bera á sig dýr­ind­is krem til að öðlast ung­lega og ljóm­andi húð. Fæðan sem við inn­byrðum hef­ur líka ótrú­leg áhrif á út­lit húðar­inn­ar. „Fyr­ir tíu árum leit ég ekki út fyr­ir að vera yngri en ég er í dag. Í sann­leika sagt þá var ég far­in að taka eft­ir hrukk­um og þreytu­merkj­um í húðinni. Ég breytti lífs­stíl mín­um og byrjaði að boða nátt­úru­lega fæðu með það að mark­miði að hægja á öldrun húðar­inn­ar. Ég fór þá að taka eft­ir breyt­ing­um, sér­stak­lega í and­lit­inu,“ skrif­ar nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Kellyann Petrucci í pist­il sinn sem birt­ist á Mind­Bo­dyGreen. Petrucci tók sam­an áhuga­verðan lista yfir fæðuteg­und­ir og víta­mín sem hafa haft góð áhrif á húð henn­ar. Hérna koma nokk­ur atriði sem ágætt er að hafa í huga.

Omega-3 fitu­sýr­ur

Omega-3 fitu­sýr­ur hafa góð áhrif á húðina og gefa húðfrumun­um fyll­ingu. Þar sem manns­lík­am­inn fram­leiðir ekki omega-fitu­sýr­ur er hann háður þeim úr fæðunni. Feit­ur fisk­ur og val­hnet­ur er dæmi um fæðu sem er rík af omega-3 fitu­sýr­um.

Amínó­sýr­ur

Amínó­sýr­ur eru und­ir­staðan í kolla­geni sem ger­ir húðina heil­brigða og ung­lega. Fæða sem er rík að amínó­sýr­um hjálp­ar húðinni að halda í teygj­an­leika og dreg­ur úr þurrki. Kjöt og egg eru rík að nátt­úru­leg­um amínó­sýr­um og ættu því að vera á mat­seðlin­um hjá þeim sem vilja öðlast ung­lega húð.

Potass­í­um-rík fæða

Hérna er gott ráð. Skiptu venju­lega salt­inu út fyr­ir sjáv­ar­salt. Venju­legt salt dreg­ur vatn úr frumun­um og þannig að húðin er lík­legri til að mynda hrukk­ur en sjáv­ar­saltið, sem er ríkt að potass­í­um, ger­ir akkúrat and­stæðuna. Potass­í­um-rík fæða hef­ur sem sagt já­kvæða eig­in­leika fyr­ir raka­mynd­un húðar­inn­ar.

Grænt te

Grænt te er ríkt að andoxun­ar­efn­um og vinn­ur gegn skemmd­um í húðinni af völd­um sindurefna. Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að grænt te get­ur þá veitt húðinni varn­ar­skjöld gegn skaðleg­um sól­ar­geisl­um.

Til að viðhalda ung­legri húð er greini­lega nauðsyn­legt að leiða hug­ann að því hvað maður læt­ur ofan í sig. Bættu þess­ari fæðu inn í mataræðið og sjáðu hvort húðin öðlist ekki auk­inn ljóma.

Valhnetur eru ríkar að omega-3 fitusýrum og hafa því góð …
Val­hnet­ur eru rík­ar að omega-3 fitu­sýr­um og hafa því góð áhrif á húðina.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda