Breytti um lífsstíl og hægði á öldrun húðarinnar

Skjáskot af heimasíðu Kellyann Petrucci.
Skjáskot af heimasíðu Kellyann Petrucci. www.drkellyann.com/

Það er ekki nóg að bera á sig dýrindis krem til að öðlast unglega og ljómandi húð. Fæðan sem við innbyrðum hefur líka ótrúleg áhrif á útlit húðarinnar. „Fyrir tíu árum leit ég ekki út fyrir að vera yngri en ég er í dag. Í sannleika sagt þá var ég farin að taka eftir hrukkum og þreytumerkjum í húðinni. Ég breytti lífsstíl mínum og byrjaði að boða náttúrulega fæðu með það að markmiði að hægja á öldrun húðarinnar. Ég fór þá að taka eftir breytingum, sérstaklega í andlitinu,“ skrifar næringarfræðingurinn Kellyann Petrucci í pistil sinn sem birtist á MindBodyGreen. Petrucci tók saman áhugaverðan lista yfir fæðutegundir og vítamín sem hafa haft góð áhrif á húð hennar. Hérna koma nokkur atriði sem ágætt er að hafa í huga.

Omega-3 fitusýrur

Omega-3 fitusýrur hafa góð áhrif á húðina og gefa húðfrumunum fyllingu. Þar sem manns­lík­am­inn fram­leiðir ekki omega-fitu­sýr­ur er hann háður þeim úr fæðunni. Feitur fiskur og valhnetur er dæmi um fæðu sem er rík af omega-3 fitusýrum.

Amínósýrur

Amínósýrur eru undirstaðan í kollageni sem gerir húðina heilbrigða og unglega. Fæða sem er rík að amínósýrum hjálpar húðinni að halda í teygjanleika og dregur úr þurrki. Kjöt og egg eru rík að náttúrulegum amínósýrum og ættu því að vera á matseðlinum hjá þeim sem vilja öðlast unglega húð.

Potassíum-rík fæða

Hérna er gott ráð. Skiptu venjulega saltinu út fyrir sjávarsalt. Venjulegt salt dregur vatn úr frumunum og þannig að húðin er líklegri til að mynda hrukkur en sjávarsaltið, sem er ríkt að potassíum, gerir akkúrat andstæðuna. Potassíum-rík fæða hefur sem sagt jákvæða eiginleika fyrir rakamyndun húðarinnar.

Grænt te

Grænt te er ríkt að andoxunarefnum og vinnur gegn skemmdum í húðinni af völdum sindurefna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að grænt te getur þá veitt húðinni varnarskjöld gegn skaðlegum sólargeislum.

Til að viðhalda unglegri húð er greinilega nauðsynlegt að leiða hugann að því hvað maður lætur ofan í sig. Bættu þessari fæðu inn í mataræðið og sjáðu hvort húðin öðlist ekki aukinn ljóma.

Valhnetur eru ríkar að omega-3 fitusýrum og hafa því góð …
Valhnetur eru ríkar að omega-3 fitusýrum og hafa því góð áhrif á húðina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda