Norskir tískubloggarar sendir í þrælabúðir

Anniken Jorgensen brotnaði saman þegar leið á norsku þáttaröðina Sweatshop …
Anniken Jorgensen brotnaði saman þegar leið á norsku þáttaröðina Sweatshop - Deadly Fashion. youtube.com

Þegar talað eru um þrælabúðir er átt við þá vinnustaði þar sem aðstæður eru bágar, kjörin léleg og vinnutími langur, en fjöldaframleiddur og eftirsóttur tískufatnaður er gjarnan framleiddur á slíkum stöðum.

Anniken Jorgensen er 17 ára tískubloggari, hún er ein þeirra sem tóku þátt í norska raunveruleikaþættinum Sweatshop-Deadly Fashion sem gengur út á að fylgjast með tískubloggurum vinna í þrælabúðum í Kambódíu þar sem tískuvarningur er framleiddur. 

Í þáttunum er fylgst með Jorgensen og tveimur öðrum tískubloggurum vinna í þrælabúðum í einn mánuð. Þegar líður á þáttaröðina má sjá að slítandi vinnan fer að taka sinn toll af ungmennunum.

Þættina er hægt að nálgast á heimasíðu Aftenposten sem framleiða þættina.

Norska þáttaröðin Sweatshop - Deadly Fashion gefur áhorfendum innsýn inn …
Norska þáttaröðin Sweatshop - Deadly Fashion gefur áhorfendum innsýn inn í þrælabúðir. youtube.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda