Ljóska sér eftir að hafa tattúverað augnabrúnirnar

Mail Online fjallaði um málið og birti þessar myndir af …
Mail Online fjallaði um málið og birti þessar myndir af Söruh sem lét húðflúra á sig svartar augnabrúnir. mailonline.com

„Ég lít alltaf út fyrir að vera steinhissa,“ segir ljóshærð stúlka að nafni Sarah sem lét tattúvera svartar augnabrúnir á sig. Sarah kveðst hafa látið tattúvera svartar augabrúnir á sig vegna þess að hana langaði til að hafa dökkar og fallega mótaðar augnabrúnir líkt og Cara Delevingne og Katrín, hertogaynjan af Cambridge.

Sarah var orðin þreytt á að eyða löngum tíma á hverjum morgni í að teikna augnabrúnir á sig með augnabrúnapenna. „Hver einasti morgunn var skelfilegur. Það að teikna þær á mig og líða svo illa ef þær litu ekki vel út,“ sagði Sarah í viðtali sem sýnt var á stöðinni Channel 4 í þættinum Bodyshockers.

Sarah tók ákvörðun um að láta tattúvera augnabrúnir á sig því hún vildi öðlast fullkomnar augnabrúnir og spara þannig mikinn tíma. Hún segir meðferðina hafa verið afar sársaukafulla og útkomuna slæma. „Ég bað um svartar augnabrúnir en ég bjóst ekki við að þær yrðu svona svartar. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, ég er náttúrulega ljóshærð.“

Sarah litaði hár sitt svart og lét klippa á sig topp eftir að hún fékk sér tattúið. Hún skammast sín fyrir augnabrúnirnar og forðast að fara út úr húsi. „Ég fer ekki mikið út núna því ég er meðvituð um að fólk er að horfa á mig. Ég vil losna við þær,“ sagði Sarah sem hyggst gangast undir laser-aðgerð á næstunni. 

Það eru margar konur sem líta upp til fyrirsætunnar Cara …
Það eru margar konur sem líta upp til fyrirsætunnar Cara Delevingne. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda