David þykir flottari en eiginkona sín

David og Victoria Beckham eru flott í tauinu.
David og Victoria Beckham eru flott í tauinu. AFP

Hjónin David og Victoria Beckham eru vissulega flott í tauinu en David þykir samt töluvert flottari en eiginkona sín ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Í þessari nýju könnun var haft uppi á stællegasta Breta allra tíma. Leikkonan fagra Audry Hepburn bar sigur úr býtum.

Í könnuninni, sem var á vegum Samsung, voru um 2000 einstaklinga fengnir til að setja flottustu Bretana niður á blað. Tæp 30% nefndu þá Audry Hepburn. Díana prinsessa lenti svo í öðru sæti en 23% þátttakenda sögðu hennar stíl flottastan. 17% settu fyrrverandi fótboltakappann David Beckham niður á blað og 8% minntust á Victoriu, eiginkonu hans.

Niðurstöðurnar voru kynntar á heimasíðu Daily Mail. Svona líta þær út.

Topp tíu flottustu Bretar allra tíma.

  1. Audrey Hepburn (27 prósent)
  2. Díana prinsessa(23 prósent)
  3. David Beckham (17 prósent)
  4. Kate Middleton (15 prósent)
  5. Twiggy (10 prósent)
  6. Elísabet drottning I (10 prósent)
  7. Sean Connery (9 prósent)
  8. David Bowie (8 prósent)
  9. Victoria Beckham (8 prósent)
  10. Kate Moss (8 prósent)
Það eru margir hrifnir af stíl Audrey Hepburn.
Það eru margir hrifnir af stíl Audrey Hepburn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda