Bílaáhugafólk er brjálað yfir þessari auglýsingu

Nýjasta auglýsingin frá Rag & Bone hefur valdið miklum usla.
Nýjasta auglýsingin frá Rag & Bone hefur valdið miklum usla. Skjáskot af Youtube

Nýj­asta aug­lýs­ing­in frá fata­merk­inu Rag & Bone hef­ur reitt margt bíla­áhuga­fólk til reiði. Í aug­lýs­ing­unni má sjá fal­lega svarta Porche-bif­reið frá ár­inu 1979 verða fyr­ir barðinu á stór­um steypuklump.

Fyr­ir­sæt­an Gabrielle Wilde er stjarna her­ferðar­inn­ar. Hún hrekk­ur í kút við hávaðann sem mynd­ast þegar steypuklump­ur­inn fell­ur á bíl­inn fal­lega.

Mörg­um þykir sorg­legt að sjá svona flott­an bíl eyðilagðan í þágu tísk­unn­ar. Viðbrögðin við aug­lýs­ing­unni leyna sér ekki á YouTu­be en þar hafa 6000 manns „mis­líkað“ við aug­lýs­ing­una en aðeins um 90 manns hafa „líkað“ við hana.

„Skrímsl­in ykk­ar,“ skrifaði einn net­verji und­ir aug­lýs­ing­una. „Hræðileg sóun á klass­ísk­um bíl. Ég óska ykk­ur alls hins versta,“ skrifaði ann­ar.

Talsmaður Rag & Bone hef­ur nú stigið fram og greint frá því að bíll­inn hafi ekki verið heill, að í hann hafi vantað vél­ina og að hann hafi verið keypt­ur á ruslahaug. Ein­hverj­ir eiga þó erfitt með að trúa því.

Bif­reið af þessu tagi í góðu standi er að selj­ast á um 4,2 millj­ón­ir króna sam­kvæmt frétt The Tel­egraph.

Þetta þykir mörgum sorgleg sjón.
Þetta þykir mörg­um sorg­leg sjón. Skjá­skot af Youtu­be
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda