Kannt þú að bera á þig svitalyktareyði?

Svitalyktareyðar koma í ýmsum útfærslum.
Svitalyktareyðar koma í ýmsum útfærslum. Michael Holz Studio

Flestar konur telja sig kunna að bera á sig svitalyktareyði. En margar hverjar hafa þó farið rangt að í mörg ár. Án þess að hafa haft hugmynd um það. Það skiptir nefnilega bæði máli hvenær sólarhrings svitalyktareyðirinn er borinn á, og hvernig.

Líkt og sjá má á frétt Byrdie er betra að bera á sig svitalyktareyði á kvöldin. Reyndar á það eingöngu við ef notaður er svitalyktareyðir sem kemur í veg fyrir svitamyndun, svokallaður antiperspirant. Ef þú notast við svitalyktareyði sem eingöngu inniheldur ilmefni skiptir engu máli hvenær þú berð hann á þig.

Á kvöldin lækkar líkamshitinn sem þýðir að þú svitnar minna. Þetta þýðir að virka efnið í svitalyktareyðinum á auðveldara með að síast inn í húðina, þar sem það virkar á svitakirtlana. Ef þú hinsvegar berð hann á þig á morgnana eru minni líkur á að virka efnið nái fullri virkni, því svitakirtlarnir eru virkari og aðgangurinn því ekki eins greiður.

Einnig skiptir máli hvernig þú berð svitalyktareyðirinn á þig. Að bera hann á sig um leið og stigið er út úr sturtunni er dæmt til þess að mistakast. Best er að bera svitalyktareyði á hreina, og skraufþurra húð.

Það er einnig algengur misskilningur að svitalyktareyðir, sem borinn er á að kvöldi til, skolist af morguninn eftir. Virka efnið í svitalyktareyðinum er virkt í sólarhring og því ætti sturtuferð um morguninn ekki að hafa nein áhrif á svitalyktareyði sem borinn var á kvöldið áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda