Er eðlilegt að vera með grjóthörð brjóst?

Lýtalæknirinn Þórdís Kjartansdóttir er uppfull af fróðleik þegar lýtalækningar eru annars vegar. Vikulega berast Smartlandi Mörtu Maríu hundruð spurninga um lýtalækningar og hér svarar Þórdís einni vel valinni um brjóstapúða og bandvef.

Sæl Þórdís, 

ég er með sílikon-púða frá 2006. Eftir þrjú eða fjögur ár byrjuðu brjóstin að harðna verulega eins og það væri bandvefur að myndast í kringum báða púðana og eru núna grjóthörð viðkomu. Af því tilefni vöknuðu fjórar spuringar:

1. Spurningin er hvort þetta sé hættulegt annað en að vera mjög óþægilegt?

2. Spurningin líka hvort þetta sé eðlilegt eftir ekki lengri tíma?

3. Spurning hvort maður ætti að reyna samningaleið við lækninn um nýja púða?

4. Spurning hvort þetta gæti verið galli í púðunum?

Sæl og takk fyrir spurninguna,

nei, þetta er ekki hættulegt en getur vissulega valdið miklum óþægindum. Þetta er s.k. bandvefsmyndun umhverfis púðana (capsula) og getur jafnvel komið fyrr en gerðist hjá þér. Þetta er sem betur fer sjaldgæft. Stundum er hægt að stoppa/hægja á þessari þróun með þéttu nuddi á brjóstunum. Ef það dugar ekki þarf þá að fjarlægja þennan bandvef með aðgerð í svæfingu. Oftast er hægt að nota sömu púða aftur. Þetta getur síðan því miður komið aftur. Ólíklegt að púðarnir séu gallaðir en þú ættir að fá tíma hjá lýtalækni þínum og ræða möguleikana fyrir þig og jafnvel að fara í ómskoðun til þess að rannsaka hvort púðarnir séu ekki örugglega í lagi. Það hefur verið mikið rannsakað hjá framleiðendum púða af hverju svona bandvefshimna myndast og hvort það skipti máli hvernig yfirborð silicon púðans er. Nú eru púðar með s.k. „microtexture” yfirborði það virðist vera betra en of gróft eða slétt. Annars er myndun svona bandvefs hálf óútreiknanleg.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Þarftu að vita eitthvað meira um lýtalækningar? HÉR getur þú sent Þórdísi Kjartansdóttur spurningu.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands …
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda