Rífur Victoria‘s Secret í sig

Fyrirsætan Tess Holliday er ekki par hrifin af undirfatarisanum Victoria's …
Fyrirsætan Tess Holliday er ekki par hrifin af undirfatarisanum Victoria's Secret, sem hún segir ýta undir neikvæða líkamsímynd kvenna. Skjáskot Instagram/tessholliday

Fyr­ir­sæt­an Tess Holli­day skýt­ur föst­um skot­um að und­irfat­ar­is­an­um Victoria‘s Secret, sem hún seg­ir ýta und­ir nei­kvæða lík­ams­ímynd kvenna.

„Victoria‘s Secret ýtir und­ir þá rang­hug­mynd, sem hrjá­ir Banda­rík­in og sam­fé­lagið allt, að kon­ur þurfi að líta út á ákveðinn hátt – líkt og engl­ar Victoriu – til að finn­ast þær vera fal­leg­ar og kynþokka­full­ar“ sagði Holli­day í viðtali við Ya­hoo Style.

Holli­day, sem gjarn­an er kölluð fyr­ir­sæta í yf­ir­stærð, vill að kon­ur að öll­um stærðum og gerðum líði vel í eig­in skinni og svar­ar gagn­rýn­is­rödd­um jafn­an full­um hálsi.

„Ég veit vel að ég er feit. Fólk á það til að mis­skilja mig þegar ég reyni að fræða kon­ur og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálf­ur, elska sjálf­an sig og njóta lífs­ins í stað þess að líða öm­ur­lega.“

Holli­day hyggst á næst­unni setja á lagg­irn­ar eig­in tísku­línu, en hún seg­ir að það hafi verið vönt­un á flott­um föt­um fyr­ir stór­ar kon­ur.

„Ég vildi gera eitt­hvað sem er ögr­andi og kynþokka­fullt, en jafn­framt vildi ég gefa kon­um sem vilja ekki klæðast sama gamla blóma- eða hlé­b­arðamynstr­inu, meira að velja úr. Það er mjög al­gengt að maður sjái hrylli­leg mynstur á föt­um fyr­ir stór­ar kon­ur, sem aldrei nokk­urn tím­ann myndu líðast fyr­ir minni kon­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Skot
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda