Melania Trump náði markmiði sínu

mbl.is/AFP

Kona augna­bliks­ins er án efa Mel­ania Trump verðandi for­setafrú Banda­ríkj­anna. Þótt hún hafi ýmsa fjör­una sopið tísku­lega séð í gegn­um tíðina þá virðist hún vera búin að finna takt sem aðrar gugg­ur eiga eft­ir að öf­unda hana af. Hún hræðist ekki að klæðast skær­um lit­um og er hvert dress sem hún klæðist út­hugsað. Það sést lang­ar leiðir. Hún gæt­ir þess vel að hafa mitt­is­lín­una skýra og föt­in þannig sniðin að barm­ur­inn fái að njóta sín - hún er samt ekki of gæru­lega klædd (alla­vega ekki síðustu tvö ár). Hún er mikið með bera hand­leggi og það fer ekki fram­hjá nein­um að föt­in henn­ar eru úr dýr­um og vönduðum efn­um. 

Ef ein­hver ætl­ar að fara að detta í þann pytt að það sé ekki nógu fínt að göm­ul fyr­ir­sæta frá Slóven­íu sé orðin „first“ þá skul­um við fara yfir nokk­ur mik­il­væg atriðinu. Mel­ania Trump náði nefni­lega mark­miði sínu í líf­inu og þar sem fólk virðist allt of oft ráfa stefnu­laust um lífið er ekki hægt annað en að taka upp hansk­ann fyr­ir henni. 

Melania Trump prýddi forsíðu Vogue 2005.
Mel­ania Trump prýddi forsíðu Vogue 2005.

Frú Trump var ekki nema 16 ára þegar hún byrjaði að starfa sem fyr­ir­sæta og hef­ur verið viðloðandi tísku­heim­inn síðan þá. Frá Slóven­íu mætti hún til Mílanó og Par­ís­ar, eft­ir að hafa stundað árs nám við há­skól­ann í Lju­bli­ana, með eitt mark­mið í fartesk­inu og það var að eign­ast rík­an mann. 

Melania starfaði sem fyrirsæta.
Mel­ania starfaði sem fyr­ir­sæta.

Ekki fylgdi sög­unni hvaða kosti verðandi eig­inmaður þyrfti að hafa að geyma annað en að vera með þykkt veski. Það eina sem hún vissi var að það væri lík­legra að hún myndi ná mark­miði sínu ef hún væri í kjörþyngd og sæmi­lega þrifa­leg.

Það virðist eng­inn blaðamaður hafa getið grafið neitt mis­jafnt upp um verðandi for­setafrú Banda­ríkj­anna annað en það að hafa setið fyr­ir nak­in. Sem er svo sem eng­in frétt. Fólk hlýt­ur að mega láta taka af sér mynd­ir hvernig sem því hent­ar svo framar­lega sem mynd­efnið skaðar ekki aðra mann­eskju. 

Melania Trump í rándýrri kápu á kosningadaginn í New York.
Mel­ania Trump í rán­dýrri kápu á kosn­inga­dag­inn í New York. mbl.is/​AFP

Árið 1996 tók Mel­ania Knauss, sem er henn­ar fæðing­ar­nafn, af­drifa­ríka ákvörðun þegar hún ákvað að flytja frá Evr­ópu yfir til Banda­ríkj­anna. Hún mætti til starfa í New York og hafði næg verk­efni.

Hún var þó búin að búa í borg­inni í tvö ár þegar hún hitti eig­in­mann sinn í fyrsta skipti. Þau hitt­ust í Kit Kat Club í New York. Sjón­ar­vott­ar segja að hún hafi al­ger­lega „sónað út“ þegar herra Trump bað um síma­núm­erið henn­ar og vilja sjón­ar­vott­ar meina að þetta hafi verið ást við fyrstu sín. Það má svona til gam­ans geta að þegar þau hitt­ust í þessu boði var hann með aðra konu upp á arm­inn. Hann var svo sem kannski ekki van­ur að vera einn á ferð því þegar þau hitt­ust var hann bú­inn að eiga tvær eig­in­kon­ur, þær Ivönu Trump (1977-1992), Mörlu Map­les (1993-1999).

Árið 2004 bað hann Mel­aniu og árið 2005 gengu þau í hjóna­band á Flórída eins og frægt er orðið. 

Það vakti at­hygli í fyr­ir­sætu­brans­an­um að Mel­ania Trump var heimakær og hugsaði mikið um að líta vel út. Paolo Zampolli, for­stjóri ID Models sagði í viðtali við The New York Post árið 2005 að frú Trump hefði aldrei farið á diskó­tek eða bari og að hún hafi aldrei verið að hitta neina menn. Þar að segja ekki fyrr en hún hitti Don­ald Trump. 

„Hún fór bara í bíó eða í rækt­ina og var alltaf ein á ferð,“ sagði hann í viðtal­inu og bætti við: „Hún var eng­in partí stelpa.“

Melania áður en hún og Trump hittust.
Mel­ania áður en hún og Trump hitt­ust.
Melania Trump og Bill Clinton í október 2016.
Mel­ania Trump og Bill Cl­int­on í októ­ber 2016. mbl.is/​AFP
Melania Trump var bleikklædd þegar hún mætti í kappræður á …
Mel­ania Trump var bleikklædd þegar hún mætti í kapp­ræður á milli for­setafram­bjóðenda í Washingt­on. mbl.is/​AFP
mbl.is/​AFP
mbl.is/​AFP
Melania Trump mætti í ermalausum kjól í kappræður á milli …
Mel­ania Trump mætti í erma­laus­um kjól í kapp­ræður á milli for­setafram­bjóðanda í Las Vegas. Hún skartaði ein­föld­um kjól og var með rán­dýrt veski. Takið eft­ir dem­anta­háls­men­inu sem hún var með. mbl.is/​AFP
Þessi mynd var tekin á góðgerðarhátíð í New York í …
Þessi mynd var tek­in á góðgerðar­hátíð í New York í októ­ber. mbl.is/​AFP
Þessi mynd var tekin í október þegar Trump opnaði nýtt …
Þessi mynd var tek­in í októ­ber þegar Trump opnaði nýtt hót­el í Washingt­on. Mel­ania Trump og dótt­ir hans, Tiff­any Trump klipptu á borðann með hon­um. mbl.is/​AFP
Demantshringarnir gerast ekki mikið stærri.
Dem­ants­hring­arn­ir ger­ast ekki mikið stærri. mbl.is/​AFP
Þessi mynd var tekin af Donald Trump Melaniu og syni …
Þessi mynd var tek­in af Don­ald Trump Mel­aniu og syni þeirra Barron árið 2007. Eins og sjá má hef­ur for­setafrú­in ekki elst neitt á níu árum. mbl.is/​AFP
Melania Trump.
Mel­ania Trump. mbl.is/​AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda