Minna er meira eru orð að sönnu í þessu glæsilega Pirelli dagatali fyrir komandi ár þar sem nokkrar af vinsælustu leikkonum allra tíma sitja fyrir án farða og fyrirhafnar.
Meðal þeirra sem sitja fyrir á dagatalinu er hin gullfallega Julianne Moore sem er 55 ára gömlul, Robin Wright, 50 ára, stórstjarnan Nicole Kidman, 49 ára og Uma Thurman, 46 ára.
Það er ljósmyndarinn Peter Lindbergh sem á heiðurinn af þessum áhrifaríku myndum. Leikkonurnar báru honum vel söguna eftir tökurnar enda hvatti hann þær til dáða með sterkum orðum.
„Að vera kona snýst um að hafa hugrekki til að ganga inn í hvaða herbergi sem er og vera stolt af því að vera þú sjálf, eins og þú ert,“ sagði ljósmyndarinn.