Notar olíu á skapahárin

Emma Watson hugsar vel um útlitið.
Emma Watson hugsar vel um útlitið. mbl.is/AFP

Leikkonan Emma Watson segist nota olíu á öll hár á líkamanum allt frá augabrúnum til skapahára. Watson leysti frá skjóðunni hvað varðar fallegt og náttúrulegt útlit hennar í nýlegu viðtali samkvæmt People.

Watson elskar að hugsa vel um sig og fer í bað að minnsta kosti einu sinni á dag en bætir við: „Ef ég get farið tvisvar eða þrisvar þá er það frábært. Ekkert slæmt getur gerst í baði, svo ég finn mér alltaf tíma fyrir það.“

Watson hreinsar húðina vel og ber á sig rakagefandi krem sama hversu seint hún fer að sofa. „Ég held að þetta sé vegna þess að þegar ég fór í gegnum kynþroskaskeiðið, sérstaklega þegar ég var 14 og 15 ára, var ég með mjög slæma húð,“ segir Watson.

„Svo núna þegar húðin er góð þá kann maður sérstaklega að meta það og reynir að halda henni þannig.“

Emma var ung þegar hún komst í sviðsljósið.
Emma var ung þegar hún komst í sviðsljósið.

Harry Potter-leikkonan naglalakkar sig ekki dags daglega, henni finnst það ekki vera skynsöm eyðsla á tíma þegar neglurnar brotna auðveldlega.

Hún plokkar augabrúnir og hár fyrir ofan efri varir, þetta hafi hún gert síðan hún var aðeins níu ára. Emmu finnst mikilvægt að þetta komi fram sérstaklega á tímum þegar auðvelt er að breyta myndum á Instagram.

Hún segir jafnframt frá því að hún elski að skoða snyrtibuddur hjá öðrum, eitthvað sem hún byrjaði á þegar hún var að leika í Harry Potter-myndunum. Henni finnst hún skilji fólk betur út frá snyrtidóti þess.

Emma elskar að fara í bað.
Emma elskar að fara í bað. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda