Allt um brúðarkjólinn hennar Pippu

Brúðarkjóllinn er stórglæsilegur.
Brúðarkjóllinn er stórglæsilegur. mbl.is/AFP

Pippa Middleton valdi breska fatahönnuðinn Giles Deacon til þess að hanna á sig fallegan og klassískan brúðarkjól fyrir brúðkaup sitt og James Matthews sem fram fór á laugardaginn síðastliðinn. 

Hér sjást smáatriðin í saumaskapnum vel.
Hér sjást smáatriðin í saumaskapnum vel. mbl.is/AFP

Fallegur textíllinn naut sín í kjól Pippu en kjóllinn náði vel upp í háls og var fleginn í bakið. Það er nokkuð ljóst að Pippa hefur ekki viljað vera í eins kjól og systir hennar, Katrín hertogaynja, gifti sig í en sá kjóll var mátulega fleginn. Ermarnar á kjól Pippu voru síðan stuttar og sást vel í vöðvastælta handleggi Pippu en fjölmiðlar ytra hafa lýst þeim sem flottasta fylgihlut Pippu. 

Pils kjólsins er stórt og mikið.
Pils kjólsins er stórt og mikið. mbl.is/AFP

En þegar kemur að hefðbundnari fylgihlutum vakti það athygli að Pippa skartaði sömu eyrnalokkum og þegar hún komst í heimspressuna sem brúðarmær Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins fyrir sex árum. Hún tók enga áhættu í skóvali sínu og valdi brúðarskó frá Malono Blahnik. 

Kjóllinn var fleginn í bakið.
Kjóllinn var fleginn í bakið. mbl.is/AFP
Upphandleggir Pippu nutu sín vel í kjólnum.
Upphandleggir Pippu nutu sín vel í kjólnum. mbl.is/AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda