Eiríkur Jónson birti frétt á vefsíðu sinni um klæðaburð Kolbrúnar Benediktsdóttur, saksóknara í Birnumálinu. Þar er sett út á bolinn sem Kolbrún klæðist og hann ekki talinn vera við hæfi innan undir virðulega skikkjuna þar sem hann er fleginn. Fréttin hefur vakið mikla umræðu á samfélagsmiðlum.
Eríkur sjálfur segir að þetta hafi ekkert með hans skoðun að gera, þetta hafi einungis verið sent í pósti til hans eins og algengt er í fjölmiðlum. Eiríkur tekur það fram í samtali við Smartland að þetta sé ekki hans persónulega skoðun. Í rauninni finnst honum að saksóknarar mættu vera eins frjálslega klæddir og þeir vilja. Hann bætir því við í lokin að ekki megi skjóta sendiboðann.
Fólk á samfélagsmiðlum er ekki sátt með fréttina og hafa margir lýst yfir vanþóknun sinni.