H&M-partíið sem allir eru að tala um

Það hefur fátt verið rætt meira síðustu daga en VIP-teiti sænska móðurskipsins H&M sem stendur yfir í Smáralind núna. 

Formleg opnun verður á laugardaginn kl. 11.00 og mun forstjóri H&M, Karl-Johan Persson, verða viðstaddur opnunina ásam Ann-Sofie Johansson, yfirhönnuði hjá fyrirtækinu. 

Stóra spurningin sem liggur á allra vörum er auðvitað hverjir munu mæta og hverju ætla þessir svokölluð áhrifavaldar að fjárfesta í í kvöld? Þessum spurningum er ekki hægt að svara hér en ef þig langar að fylgjast með opnuninni þá verða henni gert góð skil á Instagram-síðu Smartlands Mörtu Maríu. 

Íslenski tískuheimurinn bíður spenntur eftir því að sjá hverju eða hvort koma H&M muni breyta íslensku samfélagi. Verðum við öll sérmerkt í hönnun Ann-Sofie eða verður sænska móðurskipið minna spennandi? 

Til þess að geta horft á Instagram Story þarftu að elta Smartland Mörtu Maríu á Instagram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál