Snyrtipenninn mælir með...

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.

Lilja Ósk Sig­urðardótt­ir, snyrtipenni Smart­lands, hef­ur tekið sam­an lista yfir þær snyrti­vör­ur sem henni finnst skora hæst í apríl. Hún seg­ir nauðsyn­legt að vinna vel í húðinni og setja á sig ör­litla brúnku til að mæta sumr­inu á frísk­legri hátt.

Aukið sjálfs­traust með Marc In­bane

Ég og brúnkukrem eig­um ekki mikla sam­leið og yf­ir­leitt finnst mér þau yfirþyrm­andi. Þegar mér var svo boðið í kynn­ingu hjá Marc In­bane um dag­inn hugsaði ég með mér að ég gæti nú alla­vega mætt fyr­ir áfengið og veit­ing­arn­ar. Ekki vissi ég að þetta kvöld ætti eft­ir að verða til þess að breyta allri minni sýn á brúnku­vör­ur. Þar hitti ég eig­end­ur Marc In­bane, stór­kost­leg hjón frá Hollandi, og all­ar vör­urn­ar frá þeim hafa gert mig kjaftstopp. Brúnku­spreyið er svo auðvelt í notk­un og eðli­legt á lit­inn, and­lits­skrúbbur­inn er sá allra besti sem ég hef prófað og ég mun halda áfram að prófa mig áfram með fleiri vör­ur. Auðvitað á sjálfs­traust ekki að sveifl­ast með brúnkukremi en ég er búin að vera að nota brúnku­spreyið und­an­farið og spreyja ör­litlu fram­an í mig (minna er meira), dreifi úr því með hansk­an­um og einn dag­inn fannst mér ég vera hrein­lega huggu­legri en áður með nátt­úru­leg­an lit í and­lit­inu. Með þetta sjálfs­traust mætti ég á blint stefnu­mót, virkaði mjög svo úti­tek­in og sagðist auðvitað hafa verið í fjall­göngu. Von­um að hann stingi ekki upp á Esj­unni í næstu viku.

Frísk­ari ásýnd á þrem­ur sek­únd­um með Gu­erlain

Það er brúnkuþema hjá mér þenn­an mánuðinn en það fylg­ir þegar vor er í lofti. Kon­ungs­fjöl­skylda sólar­púðurs­ins var að end­ur­nýja terracotta-púðrið sitt og það hef­ur aldrei verið jafn­fal­legt, að mínu mati. Gu­erlain seg­ist end­ur­vekja ljóma húðar­inn­ar á þrem­ur sek­únd­um með þessu púðri en ég hef þó ekki tekið tím­ann. Hins veg­ar höfðar Gu­erlain alltaf til drottn­ing­ar­inn­ar innra með mér svo ég gef mér ávallt góðan tíma til að njóta þegar ég nota vör­ur frá franska snyrti­hús­inu.

Fal­in perla frá Estée Lau­der

Ég upp­götva alltaf leynd­ar perl­ur í snyrti­leiðöngr­um mín­um og ein slík er auga­brúnag­elið frá Estée Lau­der en það er lík­lega eitt það besta sem ég hef kom­ist í kynni við. Bæði held­ur það auga­brúna­hár­un­um á sín­um stað en auga­brún­irn­ar mín­ar virka einnig tals­vert þykk­ari og meiri um sig. Þetta þurfa all­ir að prófa.

Djúp­nær­ing sem þyng­ir ekki hárið frá Bri­o­geo

Um dag­inn prófaði ég loks­ins hina um­töluðu djúp­nær­ingu frá Bri­o­geo sem nefn­ist Don't Despa­ir, Repa­ir! (sem gæti verið mottóið á morgn­ana þegar maður lít­ur í speg­il?) en fjór­ar út­gáf­ur eru til af þess­ari formúlu: Hinn klass­íski hár­maski, næt­ur­hár­maski, tveggja þrepa hár­maski með hettu og svo í sprey­formi sem ekki er skolaður úr hár­inu. All­ar fjór­ar formúl­urn­ar er hrein unun að nota og ég skil vel ,,hæpið“ í kring­um þess­ar vör­ur. Vissu­lega eru til marg­ir góðir hár­ma­skar en þess­um tekst að mýkja hárið og næra án þess að þyngja það og eru án síli­ko­nefna. Bri­o­geo fæst í versl­un­inni Nola á Höfðatorgi eða á nola.is.

Líf­ræn­ar nýj­ung­ar frá Eco by Sonya

Marg­ir þekkja líf­rænu brúnku­vör­urn­ar frá Eco By Sonya en núna eru komn­ar húðvör­ur frá merk­inu sem all­ar eru líf­ræn­ar og nátt­úru­leg­ar. Tvær vör­ur fönguðu auga mitt strax en sú fyrri nefn­ist Glory Oil og er sér­stak­lega hönnuð til að minnka sjá­an­leika öra og fínna lína á húðinni. Olíu­blanda úr Incha Inchi, Acai og graskera­fræj­um er stút­full af andoxun­ar­efn­um, omega 3 og 6 ásamt víta­mín­um. Seinni var­an er Face Compost sem er djúp­hreins­andi en í senn nær­ing­ar­rík­ur and­lits­maski og eins kon­ar of­ur­fæða fyr­ir húðina. Hann inni­held­ur m.a. spínat, klórellu, chia-fræ, acai-ber, spirúlí­nu, aloe vera og hvít­an leir. Húðin mín ljóm­ar sem aldrei fyrr og henta báðar vör­urn­ar öll­um húðgerðum.



Fylgstu með á sam­fé­lags­miðlun­um:

In­sta­gram: Snyrtipenn­inn

Snapchat: Snyrtipenn­inn

Face­book: Snyrtipenn­inn

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda