Snyrtipenninn mælir með...

Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.
Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands.

Lilja Ósk Sigurðardóttir, snyrtipenni Smartlands, hefur tekið saman lista yfir þær snyrtivörur sem henni finnst skora hæst í apríl. Hún segir nauðsynlegt að vinna vel í húðinni og setja á sig örlitla brúnku til að mæta sumrinu á frísklegri hátt.

Aukið sjálfstraust með Marc Inbane

Ég og brúnkukrem eigum ekki mikla samleið og yfirleitt finnst mér þau yfirþyrmandi. Þegar mér var svo boðið í kynningu hjá Marc Inbane um daginn hugsaði ég með mér að ég gæti nú allavega mætt fyrir áfengið og veitingarnar. Ekki vissi ég að þetta kvöld ætti eftir að verða til þess að breyta allri minni sýn á brúnkuvörur. Þar hitti ég eigendur Marc Inbane, stórkostleg hjón frá Hollandi, og allar vörurnar frá þeim hafa gert mig kjaftstopp. Brúnkuspreyið er svo auðvelt í notkun og eðlilegt á litinn, andlitsskrúbburinn er sá allra besti sem ég hef prófað og ég mun halda áfram að prófa mig áfram með fleiri vörur. Auðvitað á sjálfstraust ekki að sveiflast með brúnkukremi en ég er búin að vera að nota brúnkuspreyið undanfarið og spreyja örlitlu framan í mig (minna er meira), dreifi úr því með hanskanum og einn daginn fannst mér ég vera hreinlega huggulegri en áður með náttúrulegan lit í andlitinu. Með þetta sjálfstraust mætti ég á blint stefnumót, virkaði mjög svo útitekin og sagðist auðvitað hafa verið í fjallgöngu. Vonum að hann stingi ekki upp á Esjunni í næstu viku.

Frískari ásýnd á þremur sekúndum með Guerlain

Það er brúnkuþema hjá mér þennan mánuðinn en það fylgir þegar vor er í lofti. Konungsfjölskylda sólarpúðursins var að endurnýja terracotta-púðrið sitt og það hefur aldrei verið jafnfallegt, að mínu mati. Guerlain segist endurvekja ljóma húðarinnar á þremur sekúndum með þessu púðri en ég hef þó ekki tekið tímann. Hins vegar höfðar Guerlain alltaf til drottningarinnar innra með mér svo ég gef mér ávallt góðan tíma til að njóta þegar ég nota vörur frá franska snyrtihúsinu.

Falin perla frá Estée Lauder

Ég uppgötva alltaf leyndar perlur í snyrtileiðöngrum mínum og ein slík er augabrúnagelið frá Estée Lauder en það er líklega eitt það besta sem ég hef komist í kynni við. Bæði heldur það augabrúnahárunum á sínum stað en augabrúnirnar mínar virka einnig talsvert þykkari og meiri um sig. Þetta þurfa allir að prófa.

Djúpnæring sem þyngir ekki hárið frá Briogeo

Um daginn prófaði ég loksins hina umtöluðu djúpnæringu frá Briogeo sem nefnist Don't Despair, Repair! (sem gæti verið mottóið á morgnana þegar maður lítur í spegil?) en fjórar útgáfur eru til af þessari formúlu: Hinn klassíski hármaski, næturhármaski, tveggja þrepa hármaski með hettu og svo í spreyformi sem ekki er skolaður úr hárinu. Allar fjórar formúlurnar er hrein unun að nota og ég skil vel ,,hæpið“ í kringum þessar vörur. Vissulega eru til margir góðir hármaskar en þessum tekst að mýkja hárið og næra án þess að þyngja það og eru án sílikonefna. Briogeo fæst í versluninni Nola á Höfðatorgi eða á nola.is.

Lífrænar nýjungar frá Eco by Sonya

Margir þekkja lífrænu brúnkuvörurnar frá Eco By Sonya en núna eru komnar húðvörur frá merkinu sem allar eru lífrænar og náttúrulegar. Tvær vörur fönguðu auga mitt strax en sú fyrri nefnist Glory Oil og er sérstaklega hönnuð til að minnka sjáanleika öra og fínna lína á húðinni. Olíublanda úr Incha Inchi, Acai og graskerafræjum er stútfull af andoxunarefnum, omega 3 og 6 ásamt vítamínum. Seinni varan er Face Compost sem er djúphreinsandi en í senn næringarríkur andlitsmaski og eins konar ofurfæða fyrir húðina. Hann inniheldur m.a. spínat, klórellu, chia-fræ, acai-ber, spirúlínu, aloe vera og hvítan leir. Húðin mín ljómar sem aldrei fyrr og henta báðar vörurnar öllum húðgerðum.



Fylgstu með á samfélagsmiðlunum:

Instagram: Snyrtipenninn

Snapchat: Snyrtipenninn

Facebook: Snyrtipenninn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda