Typpavasabuxurnar það flottasta í sumar?

Vasinn fer ekki fram hjá neinum.
Vasinn fer ekki fram hjá neinum. ljósmynd/GU

Framúr­stefnu­leg fata­hönn­un vek­ur reglu­lega at­hygli. Svo­kallaðar typpa­vasa­bux­ur falla í þenn­an hóp og verður að segj­ast að bux­urn­ar eru meðal at­hygl­is­verðustu flík­um sum­ars­ins. Bux­urn­ar eru frá jap­anska merk­inu GU en sama fyr­ir­tæki á GU og hið vin­sæla Un­iqlo. 

Flest­ar bux­ur hafa fjóra vasa, tvo á hliðunum og tvo á rass­in­um. Þess­ar bux­ur bjóða hins veg­ar upp á fimmta vas­ann sem er staðsett­ur við við buxnak­lauf­ina, akkúrat þar sem typpið er.

Metro bend­ir einnig á þá staðreynd að vasinn sé hannaður til þess að draga að sér at­hygli.  Bux­urn­ar koma í nokkr­um lit­um en vasinn er alltaf öðrum lit en bux­urn­ar sjálf­ar. Vasinn er ekki til skrauts held­ur virk­ar eins og aðrir vas­ar en ekki fylg­ir sög­unni hvað sé best að geyma í vas­an­um. 

Buxurnar koma í nokkrum litum en vasinn er alltaf vel …
Bux­urn­ar koma í nokkr­um lit­um en vasinn er alltaf vel sýni­leg­ur.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda