Hertogahjónin af Cambridge létu skíra yngsta barn sitt, Lúðvík prins, fyrr í dag. Katrín geislaði í hvítum kjól þegar hún hélt á Lúðvíki á leið í skírnina.
Hertogaynjan klæddist hvítum kjól frá Alexander McQueen en hún er þekkt fyrir að klæðast merkinu við hátíðleg tilefni. Brúðarkjóll hennar var frá merkinu sem og kjólarnir sem hún klæddist þegar Karlotta og Georg voru skírð.
Katrín og Lúðvík voru í ljósu en þau Vilhjálmur, Georg og Karlotta unnu með blátt þema.