Er hægt að fara í fitusog við lífbein?

mbl.is/Thinkstock

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð út í fitusog við lífbein en íslenska konan sem spyr spurninga fór í svuntuaðgerð og er óánægð með útkomuna. 

Sæl Þórdís.

Langar að athuga með hvernig fitusog á svæðinu við lífbeinið er gert, er þetta gert í svæfingu eða staðdeyfingu? Fór í svuntuaðgerð fyrir nokkrum árum og það var lítið lagað á þessu svæði sem háir mér mikið útlitslega en er líka smeyk við að það sé gert fitusog og eftir sitji mikið skinn. Væri gott að fá upplýsingar um þessa aðgerð.

Bestu kveðjur, KK.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl og takk fyrir góða spurningu.

Þetta er alls ekki óalgengt vandamál eins og þú lýsir þessu hjá þér. Ef fitan er mikil á svæðinu yfir lífbeininu er oft reynt að gera létt fitusog um leið og svuntan er framkvæmd. Ef einungis fitusog er framkvæmt eftir svuntuaðgerð er oftast hægt að gera það í staðdeyfingu, en oftast þarf að fjarlægja umframhúð þannig að strekkist á húðinni yfir lífbeininu. Í sumum tilfellum er möguleiki á að framkvæma það í staðdeyfingu en ef umfangið er mikið er nauðsynlegt að gera þetta í svæfingu.

Ég ráðlegg þér að fá tíma hjá lýtalækni og meta hvað sé best í þínu tilfelli.

Gangi þér vel og bestu kveðjur.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.   

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda