Hin bandaríska Kathy Jacobs var fyrirsæta á sínum yngri árum. Nú er hún orðin 56 ára og byrjuð að sitja fyrir aftur og nú á sundfötum. Jacobs er staðráðin í að sýna heiminum að fólk er ekki dáið úr öllum æðum þrátt fyrir að vera á sextugsaldri.
Jackobs kom sér sjálf á fram færi sem fyrirsæta en hún tók þátt í fyrirsætukeppni Sports Illustrated og situr nú fyrir í sundfataútgáfu blaðsins í fyrsta sinn. Jacobs gifti sig og eignaðist börn en er ánægð með að vera komin í fyrirsætubransann aftur að því fram kemur á vef New York Post. Hún er óhrædd við að breyta til og hefur meðal annars unnið við bakstur, búið til sínar eigin snyrtivörur og sópað gólf á hárgreiðslustofu.
Jacobs ber aldurinn vel en hún getur ekki bara þakkað góðum snyrtivörum og góðu mataræði fyrir.
Fyrir þremur þurfti Jacobs að endurskoða líf sitt þar sem hún var byrjuð að þróa með sér sykursýki. Sykursýkin er ættgeng hjá Jacobs og ákvað hún hætta að borða sykur, brauð, pasta, kartöflur, hrísgrjón. Hún borðar ekki kjöt en borðar fisk.
Fyrirsætan hreyfir sig fjórum sinnum í viku og forðast sól. Hún notar einnig snyrtivörur sem hún framleiðir sjálf. Hún er þó ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hún er og viðurkennir að hafa farið í fegrunarmeðferðir. Nýlega fékk hún sér bótox í ennið og varafyllingu.
„Mig langaði að líta sem best út. Ef tvítugar eru að gera þetta af hverju er það smánarlegt fyrir einhvern á mínum aldri? Ég vil vera hreinskilin. Ég vil ekki vera eins og þær konur á mínum aldri á mínum aldri sem segja að þetta sé bara mataræðið og mikil vatnsdrykkja þegar það er greinilegt að þær hafa látið gera eitthvað við sig.“